Þessi fína íbúð er frábært dæmi um hversu mikið það gerir fyrir heimilið að bæta við litum á veggina. Hér teygir blái liturinn sig á milli nokkurra rýma og breytir þó um tón, blágrænn í eldhúsinu, ljós gráblár í stofunni og djúpblár í svefnherberginu. Ofboðslega falleg útkoma!
Ég átti smá spjall við Andrés í gærkvöldi og var að spurja hann um álit hvernig lit hann myndi velja á svefnherbergið því ég ætla að fara eftir helgi í málningarleiðangur. Rautt var svarið og helst að skrifa “You will never walk alone” á vegginn…. fyrir ykkur sem kveikja ekki þá er þetta setning frá Liverpool. Ég mun hér eftir ekki biðja hann um álit á heimilistengdum pælingum.
Eigið góða helgi x
Skrifa Innlegg