fbpx

IGLO+INDI 8 ÁRA

Íslensk hönnunPersónulegt

Við mæðginin kíktum í afmælisboð hjá Iglo+Indi í dag í tilefni 8 ára afmælis þeirra (vá). Ég er kannski ekki sú duglegasta að mæta á opnanir eða í boðsveislur, það er einfaldlega ekki “mitt thing”. En Iglo+Indi eru svo góðir vinir okkar hér á Trendnet að ég gat hreinlega ekki sleppt því að samgleðjast með þeim ásamt því að það var tilvalið að geta tekið Bjart Elías með mér í þetta skemmtilega boð. Bjartur skemmti sér síðan alveg konunglega, fékk krakka tattoo, blöðrur og kleinu með súkkulaði og glimmeri og vildi helst ekki fara heim. Hljóp síðan hlæjandi um Smáralindina með tvær blöðrur í bandi og enduðum síðan í feluleik í fatahengjum í ónefndum tískuverslunum. Gott að enda daginn á þessum nótum.

Screen Shot 2016-09-29 at 21.22.3614536498_10155257939768332_850979372_o

Takk fyrir okkur í dag Iglo+Indi og hamingjuóskir með þennan risa stóra áfanga að verða 8 ára. Áfram íslensk hönnun!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

BABY SHOWER HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

Skrifa Innlegg