fbpx

INNBLÁSTUR: SVARTIR VEGGIR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Svartir veggir virðast ætla að verða einn af þessum endalausu höfuðverkjum mínum, á ég að þora? Ég er alveg heilluð af þessum stíl, útkoman getur nefnilega verið mjög hlýleg eins og þið sjáið á myndunum hér að neðan, en það skiptir máli að velja réttan lit því svartur er ekki það sama og svartur! Sumir ganga svo langt og mála svarta veggi í barnaherbergi en ég þyrfti nú að byrja á saklausara rými eins og ganginum eða svefnherberginu. Heimilið mitt grátbiður mig þessa dagana um smá make-over, það er orðið þreytt á tilbreytingarleysi húsráðandans enda er ég mjög vanaföst kona og hlutir oft óhreyfðir í marga mánuði í senn. Ég dáist að konum sem nenna að vera stanslaust að breyta heimilinu sínu og prófa nýjar uppraðanir (vá hvað það hljómar óspennandi að lesa “og prófa nýjar uppraðanir” haha) Og ég dáist líka að þeim sem þora að mála dökkt á veggi heimilisins. Því er ekki að neita að þetta er töff, en það þarf að byrja á því að þora…

Myndir via Svart á hvítu Pinterest 

Myndir þú þora?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

ÍBÚÐ SEM HEILLAR ÞIG UPPÚR SKÓNUM

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Daníel

    14. October 2015

    Nei ég myndi ekki þora… Haha (samt mjög töff) en mig langar mikið að mála í fallegum gráum lit.

  2. Helgi Ómars

    14. October 2015

    Ég er svo veikur fyrir þessum hillum á næst síðustu myndinni, gæti vel hugsað mér að fylla alla veggi af svona og allskonar list ..

    • Svart á Hvítu

      14. October 2015

      Já þær eru æði!:D til ódýrar í Ikea náttla! Elska líka að sjá bækur sem punt…

  3. Ingunn Oddsdóttir

    14. October 2015

    Ég þorði! Flutti í nýja íbúð í janúar og einn stofuveggurinn er málaður svartur (tinnugrár frá Flugger). Hann er mattur, alveg dásamlegur og alls ekki kuldalegur að mínu mati, fer mjög vel með parketinu sem er úr eik. Mæli hiklaust með þessu :)

    • Svart á Hvítu

      14. October 2015

      Ú hljómar sjúklega vel! Þarf að kíkja á þennan lit, takk!:)

  4. Húsasund

    14. October 2015

    Ég held að ég hefði ekki kjarkinn í það, nema mögulega eldhúsvegg(i) ef innréttingin væri svört eða viðarlituð. Ég myndi frekar þora dökkgráum eða dökkbláum í stofu, gang eða svefnherbergi :)

    .diljá

    • Svart á Hvítu

      14. October 2015

      Dökkblár væri held ég æðislegur í svefnherbergið, get alveg ímyndað mér að það sé betra að sofa í dökkmáluðu rými:)

  5. Edda

    15. October 2015

    Já ég þorði – reyndar allveg dökk dökk grár, Anis frá slippfélaginu, gerði einn vegg í stofunni og svo svefnherbergið! Ég allveg elska þetta!

  6. Ragga

    17. October 2015

    Er búin að spá mikið í þessu. Finnst þetta sjúklega töff á myndum amk, en hef aldrei komið inní íbúð sem er svona dökk máluð.

    Var að kaupa hús sem þarf að mála, fyrst var pælingin að mála alla veggi í gráum tón, svo mála einn stofuvegg mjög dökk gráan. Held ég þori þessu samt ekki. Það er svo ansi mikil vinna að mála yfir ef þetta kemur ekki vel út! En svefnherbergið fær að vera grátt, það er svo notaleg stemming í því…

    • Svart á Hvítu

      17. October 2015

      Ég er alveg viss um að þú munir ekki vilja mála strax yfir:) Held þetta sé ofsalega kósý ef litatónninn er góður, stundum verður það of kalt nefnilega. Ég fór í innlit til einnar fyrir nýjasta Glamour, þar voru allir veggir í djúpbláum lit rosalega fallegt:)