fbpx

IKEA 2016

HönnunIkea

Eins og sönnum hönnunarnörda sæmir þá vakti ég frameftir í gær að skoða fréttasíðu Ikea / ikea.today þar sem hægt er að fylgjast með þróun mála úr innsta hring. Ikea heldur að sjálfsögðu áfram með allskyns spennandi samstörf við þekkta hönnuði en síðasta línan SINNERLIG gerð af Ilse Crawford  í samstarfi við Ikea fór varla framhjá neinum sem les hönnunarblogg. Ég bíð spennt eftir 2017 línunni sem gerð er í samstarfi við Piet Hein Eek og ég krossa fingur að ég verði hrifin af útkomunni því mikið sem mig langar til að eignast hlut eftir þann frábæra hönnuð. PS línan 2017 lumar líka á nokkrum spennandi nýjungum sem ég sá en núna erum við að tala um alltof langt fram í tímann fyrir minn smekk. VIGTIG línan 2016 sem gerð er í samstarf við ástsælu sænsku glerlistakonuna Ingegerd Råman lofar mjög góðu en myndir af henni má sjá hér að neðan. SVÄRTAN línan 2016 lofar einnig mjög góðu en hún er gerð í samstarfi við fatahönnuðinn Martin Bergström og er eitthvað sem ég hlakka mikið til að sjá lokaútkomuna úr.

VIGTIG
first-prototypes-VIKTIGT-1 Skarmavbild-2015-12-29-kl.-17.16.24 first-prototypes-VIKTIGT-2 Viktig-698x1024

Og svo er það SVÄRTAN sem ég get varla beðið eftir að sjá með eigin augum

svartanikeablacktable-731x1024 d345697fa87329212d10038ba8c7c904

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=xUnxlV23KZE]

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=keK5TGnSyaI]

Svarthvítu mynstrin eru sérstaklega spennandi og verða eflaust falleg á rúmfötum eins og Martin talar um að verði partur af línunni. Þessi hliðarborð eru líka mjög falleg, minna óneitanlega á Tablo tray table frá Design House Stockholm en falleg eru þau. Þessi stóra skál er líka eitthvað sem ég þarf að skoða nánar!

Er ég nokkuð ein að vera spennt fyrir þessum línum? Ég er mjög hrifin af þessari nýju nálgun hjá Ikea hvernig þessar vörulínur bera ekki þann keim að vera fjöldaframleiddar þrátt fyrir að það séu þær vissulega. Fílingurinn er dálítið að þetta sé “ekta” ef þið vitið hvað ég á við. Það lítur út fyrir spennandi ár hjá vinum mínum í Ikea, og ætli ferðirnar þangað verði ekki ófáar eins og vanalega. “Ég þarf bara að kaupa kerti….”

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DIY: MÁLAÐU BESTA HILLUNA ÞÍNA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Guðrún Valdimarsdóttir

    13. January 2016

    Ég er sammála með þessa skál, hún er sjúkleg! Og borðið er líka mjög fallegt, enda Tablo tray table líka mjög fallegt borð. ;)
    Það er pínu hátíð núna þegar vörumerkin eru að kynna nýju línurnar sínar. Vííí.

  2. Ragga

    15. January 2016

    Ahh þetta borð! Hlakka til að skoða það!