fbpx

DIY: MÁLAÐU BESTA HILLUNA ÞÍNA

DIYHeimiliIkea

BESTA hillurnar frá Ikea kannist þið flest við enda með fádæmum smekklegar hillur sem koma í mörgum útgáfum og njóta mikilla vinsælda, aldrei hefði mér þó dottið í hug að mála mína hillu en það gerði hinsvegar sænski innanhússstílistinn Elin Kicken á dögunum. Liturinn sem varð fyrir valinu var mattur grábrúnn sem kemur ansi vel út á móti svörtum stofuveggnum, seinna bætti hún svo við höldum á skápinn (sjá mynd 2) en þeim hefði ég sleppt. Elin er partur af stílistateymi sænsku fasteignasölunnar Alvhem Makleri sem ég fylgist gjarnan með, en hægt er að fylgjast betur með Elinu á instagram síðu hennar-sjá hér.

Screen Shot 2016-01-12 at 14.25.25Screen Shot 2016-01-12 at 14.32.29

Hér að ofan má sjá þegar að höldurnar eru komnar á … af eða á?

Screen Shot 2016-01-12 at 14.21.05

Ég fíla þetta hráa lúkk sem er á stofunni en liturinn á skenknum er sérstaklega fallegur. Núna þarf ég aldeilis að fara að næla mér í málningarlitaspjöld því ég er farin að fá ansi margar fyrirspurnir um litaval á veggi útfrá þeim færslum sem ég tala um liti á málningu:)

Screen Shot 2016-01-12 at 14.31.59

Ég er eldheitur aðdáandi þess að mixa saman ólíkum stólum við borð, ég gæti aldrei valið bara einn sem á að vera flottasti stóllinn og er því sjálf með 6 ólíka stóla sem ég skiptist á að nota:) Myndirnar hér að neðan eru fengnar frá Instagramsíðu Elinar Kicken, en þær eru margar hverjar teknar í íbúðum sem hún hefur stíliserað og eru því ekki allar teknar á hennar eigin heimili.

Screen Shot 2016-01-12 at 14.30.55 Screen Shot 2016-01-12 at 14.30.09 Screen Shot 2016-01-12 at 14.29.28 Screen Shot 2016-01-12 at 14.27.31 Screen Shot 2016-01-12 at 14.27.14 Screen Shot 2016-01-12 at 14.21.29

Hverjar eru ykkar uppáhalds instagram síður? Ég er alltaf til í að bæta við listann minn:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FRÉTTIR: NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR & FERM LIVING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sunna

    13. January 2016

    Kemur geðveikt vel út! Ekki veist þú samt hvaðan sófaborðið á neðstu myndinni er?