fbpx

IITTALA X ISSEY MIYAKE // AMBIENTE

HönnunÓskalistinn

Á einhvern undraverðan hátt tekst finnska hönnunarrisanum Iittala alltaf að halda sér á toppnum og koma aðdáendum á óvart með spennandi nýjungum, það er nefnilega ekki að ástæðulausu að Iittala sé jafn vinsælt og það er þrátt fyrir að hafa verið að frá árinu 1881. Núna kynna þeir til leiks nýjasta samstarfið sitt en það er við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Útkoman er glæsileg lína sem inniheldur einstakt keramík, gler og textílvörur sem sameina skandinavíska hönnun og asískt handverk, hér má sjá línuna í heild sinni. Það var hjá henni Emmu minni sem ég sá fyrst fréttirnar en innan skamms munu líklega allar hönnunarbloggsíður hafa fjallað um þessa frétt enda einstaklega falleg útkoman úr þessu samstarfi. Þrátt fyrir að áherslur Iittala séu að mestu leyti á glervörur þá eru textílvörurnar í þessari línu það sem heillar mig mest, sérstaklega töskurnar sem ég spái vinsældum.

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=u_-9y27d5NI]

iittala-IXI-series-page

Ótrúlega falleg lína, eruð þið ekki sammála?

Ég get ekki beðið eftir að mæta á AMBIENTE hönnunarsýningunni á morgun í Frankfurt, en þar ætla ég að eyða 3 dögum og skoða og skoða og skoða, barnlaus og hress!:) Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með, ég er spennt að sjá nýju línuna frá iittala með eigin augum en ég er með miklar væntingar eftir að hafa skoðað myndirnar. Heyrumst næst frá Frankfurt, x Svana.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VILTU VINNA ÆÐISLEGA KERTASTJAKA OG MARMARABAKKA?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1