fbpx

NÝTT FRÁ IITTALA: KASTEHELMI KRUKKUR

HönnunKlassíkÓskalistinn

Í gær, á afmælisdeginum mínum tilkynnti Iittala að Kastehelmi línan væri að stækka og bætast þá við krukkur og glös í línuna. Hin fínasta afmælisgjöf verð ég nú að segja:) Þó að ég komist ekki yfir þessar vörur alveg strax, en ég ætla 100% að næla mér í þessar fallegu krukkur þær eru æðislegar! Ég hefði persónulega kosið bjartari lit með glæra og gráa litnum í staðinn fyrir desert litinn (brúni), en miðað við að Kastehelmi er ein best selda línan frá finnska hönnunarrisanum þá geri ég ráð fyrir að það munu bætast við fleiri litir með tímanum.

Kastehelmi_group_2015 Kastehelmijar111x114mmclear

Ég sé fyrir mér að nota svona krukkur t.d. undir saltflögur í eldhúsinu, eða undir bómull á baðherberginu … listinn er langur hvað hægt er að nota svona fínerí undir.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HUGMYNDIR FYRIR SUMARPARTÝIÐ

Skrifa Innlegg