fbpx

HUGMYNDIR FYRIR SUMARPARTÝIÐ

AfmæliDIYHugmyndir

Afmæli eiga hug minn allan þessa dagana, í dag á systir mín afmæli, um helgina áttu tvær bestu vinkonur mínar afmæli og á morgun á ég afmæli. Svo verð ég að viðurkenna að ég dett stundum í það að skoða barnaafmælishugmyndir á Pinterest en eins árs afmæli einkasonarins nálgast hratt. Þá er um að gera að huga að skemmtilegum partýskreytingum í tæka tíð því sumar þarf kannski að panta af netinu. Ég rakst á þessa geggjuðu sumarborðskreytingu og má til með að deila henni með ykkur, það er allt sumarið framundan og vonandi nóg af sól og blíðu, þá væri ekki slæmt að skella í eitt svona sumarpartý!

Tropical-Dinner-Party4-600x900 Tropical-Dinner-Party1-600x900 DIY-Palm-Leaf-Balloons1 Tropical-Dinner-Party5-600x900

Myndir via Studio Diy

Mér finnst flott hvernig gasblöðrurnar eru látnar koma upp úr miðju borðinu og pálmalaufin og ananasinn setja alveg stemminguna! Til að vera extra smart á því þá að sjálfsögðu þarf kokteillinn að passa við litaþemað í partýinu en ekki hvað;) Svo er sérstaklega góð hugmynd að prenta út mynd og líma á blöðrurnar eins og var gert við pálmablöðrurnar, sjá leiðbeiningar -hér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Á ÓSKALISTANUM: FLÓRA ÍSLANDS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Guðrún Vald.

    8. June 2015

    Ég er ástfangin af þessum blöðrum! Og ananas sem borðskreyting er líka frábær hugmynd. :)