fbpx

ÆÐISLEG ÍBÚÐ Í MOSKVU

Heimili

Það er nú ekki oft sem við fáum að sjá falleg heimili sem staðsett eru í Rússlandi, en þetta er algjört æði. Þarna býr parið Harry Nuriev og Marya Kacharava en saman reka þau hönnunarstúdíóið Crosby studio þar sem þau sinna verkefnum allt frá innanhússhönnun til bókahönnunar. Ég gleymdi mér alveg að skoða verkin þeirra en það sem hreif mig mest var fallegt skrifstofurými með fölbleiku flotuðu gólfi og kaffihús skreytt með plöntum, ég mæli með að kíkja við á Crosby studio, sjá hér. Ef að það kemur að því einn daginn að ég eignist mitt eigið skrifstofurými þá verður fölbleikt gólf ofarlega á listanum….

R1 R2 R3 R5 R6 R7

Það sem gerir heimilið dálítið sérstakt eru spónarplöturnar sem notaðar eru á ganginum, en það eru fullt af öðrum ódýrum lausnum að finna þarna sem koma vel út. Ég í einfeldni minni hefði búist við að sjá að minnsta kosti eina babúsku til skrauts, en heimilið er nú ekkert það ósvipað þessum skandinavísku, sem er eflaust ástæðan að ég rakst á það á bloggvafri mínu. En fallegt er það.

Eigið góða helgi xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

 

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI HÖNNUÐAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Dagný

    21. June 2015

    Vá hvað ég væri alltaf til í bleik gòlf :)