Svo að ég haldi nú áfram að dásama hugmyndaríku vinkonur mínar, þá langar mig til að deila með ykkur þessari mynd sem vinkona mín Áslaug Þorgeirs tók inni í herbergi dætra sinna. Ég hef áður skrifað um doppótta veggi og er mjög heilluð af slíku, en ekki datt mér í hug að nota doppulímmiða! Ég sá alltaf fyrir mér tímafrekt verk að handmála doppurnar á.
Hún Áslaug er alveg meðetta og keypti pakka af doppum í Söstrene og skellti á vegginn, -svipaðar doppur fást í skrifstofudeild í flestum bókabúðum líka:)
Pakkinn kostaði um 100 kr og það var nægur afgangur!
Sniðugt DIY fyrir heimilið, ekki bara barnaherbergið þó það passi einstaklega vel þangað inn:)
Skrifa Innlegg