Hönnunarmars er hafinn!! jibbý jeij… uppáhaldstíminn minn á öllu árinu.
Þó að hann verði ekki settur formlega fyrr en á morgun þá eru fullt af flottum sýningum þegar hafnar og nokkrar opnanir þegar yfirstaðnar. Á eftir opnar Hönnunarmars í Epal Skeifunni sem ég er mjög spennt fyrir. Hvet ykkur líka til að kíkja við en opnunin stendur á milli kl.17-19. Það er mjög breiður hópur af hönnuðum að sýna í Epal í ár svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Anna Þórunn vöruhönnuður hefur verið að koma mjög sterk inn undanfarið og sýnir í ár lampann KOL 305.
Ingibjörg Hanna verður einnig á staðnum með falleg rúmföt og nýja rólu fyrir heimilið! Ég hitti hana í Epal í vikunni og það fyrsta sem ég tók eftir á henni var þessi fallega orða. Þá kom í ljós að hún er einmitt að kynna hana á Hönnunarmars í ár, -reyndar í Epal Hörpu. En ég mæli líka með að kíkja þangað:)
Svo gaf hún mér eitt stykki orðu í tilefni Hönnunarmars, sem ég ber stolt:) Svolítið eins og ég hafi afrekað e-ð merkilegt þar sem ég á orðu haha:)
Ég mæli með að kíkja á sýninguna í Epal. fullt af flottum hönnuðum:)
Sjáumst!
Skrifa Innlegg