fbpx

HÖNNUNARMARS Í EPAL Á EFTIR

Íslensk hönnun

Hönnunarmars er hafinn!! jibbý jeij… uppáhaldstíminn minn á öllu árinu.

Þó að hann verði ekki settur formlega fyrr en á morgun þá eru fullt af flottum sýningum þegar hafnar og nokkrar opnanir þegar yfirstaðnar. Á eftir opnar Hönnunarmars í Epal Skeifunni sem ég er mjög spennt fyrir. Hvet ykkur líka til að kíkja við en opnunin stendur á milli kl.17-19. Það er mjög breiður hópur af hönnuðum að sýna í Epal í ár svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

10007539_10201647193372245_844213248_n

Anna Þórunn vöruhönnuður hefur verið að koma mjög sterk inn undanfarið og sýnir í ár lampann KOL 305.

Screen Shot 2014-03-26 at 1.50.29 PM

Ingibjörg Hanna verður einnig á staðnum með falleg rúmföt og nýja rólu fyrir heimilið! Ég hitti hana í Epal í vikunni og það fyrsta sem ég tók eftir á henni var þessi fallega orða. Þá kom í ljós að hún er einmitt að kynna hana á Hönnunarmars í ár, -reyndar í Epal Hörpu. En ég mæli líka með að kíkja þangað:)

Svo gaf hún mér eitt stykki orðu í tilefni Hönnunarmars, sem ég ber stolt:) Svolítið eins og ég hafi afrekað e-ð merkilegt þar sem ég á orðu haha:)

 

10009316_10152685944309447_635725357_n-1

Ég mæli með að kíkja á sýninguna í Epal. fullt af flottum hönnuðum:)

Sjáumst!

 

DRAUMAHEIMILIÐ: HAFSTEINN & KARITAS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Thelma

    26. March 2014

    Algjörlega óháð þessum pósti. Þá minnir mig að þegar þú varst í lokaverkefninu þínu hafir þú læst facebookinu þínu í x-langan tíma. Ég VERÐ að gera þetta núna (4 vikur í sýningu og þetta mesti tímaþjófur ever)…mannstu hvað síðan hét sem þú notaðir?

    Kv Thelma