DRAUMAHEIMILIÐ: HAFSTEINN & KARITAS

HeimiliÍslensk hönnun

Smekkhjónin og hönnunarteymið á bakvið HAF, þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru að selja fallega heimilið sitt sem staðsett er í Lönguhlíð, Reykjavík. Mörg okkar höfum áður séð myndir úr innliti til þeirra, en myndirnar verða seint þreyttar og því verð ég að deila þeim með ykkur hér. Ljósmyndarinn hann Gunnar Sverrisson tók þessar fallegu myndir.

835d854e0e95820bf261b867fc25e64af86cddbf4986b190dac1dfd664c3dfd0b235a11a83351a7f 9ba41fa4a928df2052caa5dcbb824230cf044c92 337dcecb11a4d53120349b9080ccbde0f05708ed c1f9753b23ea9cffacf6e98011c43a9dd7c0ec23 d790f1467ab9bb624565b95372f18cec6b7e6f42

Ég gæti svo sannarlega hugsað mér að flytja þangað inn, en þó yrði ég að blikka þau til að skilja nokkra hluti eftir.

Fyrir áhugasama þá má kaupa pleisið hér. 

:)

 

SYSTRAAFMÆLI DAGSINS

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Inga

  24. March 2014

  Fallegar myndir, en kannski svolítið furðulegar fyrir fasteignaauglýsingu :)

  • Svart á Hvítu

   24. March 2014

   Myndirnar voru þó teknar fyrir fallegu heimilisbókina “Heimsóknir” sem Gunnar Sverris og Halla Bára frá Home & Delicious gáfur út í vetur… :)
   Hefði hann komið í fasteignamyndatöku hefði útkoman eflaust orðið önnur:)
   -Svana

 2. Karitas

  24. March 2014

  Takk fyrir falleg orð kæra Svana! :)

 3. Tanja Dögg

  26. March 2014

  Þessi er ekkert smá flott! :) Þetta eldhús er bilað krúttlegt, elska plönturnar.

 4. Berglind

  27. March 2014

  Hvernig gerðu þau borðplötuna í eldhúsinu? Er með mahogany- límtrésplötu sm mig langar að gera svona dökka :)