fbpx

HÖNNUN DAGSINS: BANANALAMPI

Hönnun

Ég stóðst ekki mátið að deila þessari ótrúlegu hönnun með ykkur! Belgíska hönnunarteymið Studio Job -sem ég er nú almennt nokkuð hrifin af- eru hönnuðir þessa áhugaverða lampa, ég verð að viðurkenna að ég hló þegar ég sá þá fyrst en svo eru þeir alveg furðulega fljótir að venjast.

12705610_1128794093827764_7597947045269152992_n

Lamparnir sem gerðir eru í takmörkuðu upplagi eru koparhúðaðir og bananinn sjálfur gerður úr munnblásnu gleri. Það er því engin hætta á því að ég muni fjárfesta í eintaki.

Banana-lamps_Studio-Job_dezeen_468_2

Þessir lampar falla mögulega í sama flokk og dýrahúsgögnin frá sænska Front design, eða jafnvel byssulampans fræga eftir Philippe Starck.

Sitt sýnist þó hverjum, mér finnst þeir bara vera nokkuð töffaralegir! Hvernig lýst ykkur á?:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BLOGG & BLOGGARAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helga Ingimundardóttir

    22. April 2016

    Ég á einmitt Beretta og M16 lampana eftir Starck. Ég gæti vel ímyndað mér þessa meðal þeirra #swoon

  2. Helgi Omars

    22. April 2016

    Geggjaðir!!