fbpx

ÞEGAR HJARTAÐ MISSTI ÚR SLAG

HönnunÓskalistinn

Í kvöld varð ég ástfangin …

Fritz Hansen kynnti rétt í þessu 60 ára afmælisútgáfu af Egginu og Svaninum sem Arne Jacobsen hannaði fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1958. Þessir klassísku hægindarstólar verða fáanlegir í ár klæddir leðri í náttúrulegum ljósum lit og fóturinn er húðaður 23 karata gulli.

Ég hef í mörg ár haft augastað á Svaninum og mun einn daginn eignast einn, en hvenær það verður er óvíst. En ég viðurkenni að hjartað missti úr slag þegar ég sá þessa mynd hér að ofan og að segjast vera ástfangin er vægt tekið til orða…

Þvílík fegurð … ó þvílík fegurð.

MEÐ 3 METRA LOFTHÆÐ Í TRYLLTRI ÍBÚÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Þórunn Hauksdóttir

    1. February 2018

    Guðdómlegt <3