fbpx

HINN FULLKOMNI GRÁI LITUR Á VEGGINA?

Heimili

Það er vandasamt val að velja rétta liti fyrir heimilið, það þekki ég bæði af eigin raun ásamt því að fá reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum hvaða litum ég geti mælt með, og er grár litur sérstaklega vinsæl fyrirspurn og það sem flestir láta vefjast fyrir sér. Best er að mínu mati að velja gráan lit með örlítið hlýjum undirtón því annars verða þeir oft smá bláir sem er sjaldnast það sem við leitumst eftir í hlutlausum lit fyrir alrými. Fjölmargir hafa gert tilraunir til að finna hinn fullkomna gráa lit en hér að neðan má sjá glæsilegt heimili málað í nokkrum hlýlegum og náttúrulegum litartónum, margir hverjir gráir og eiga það allir sameiginlegt að vera með hlýjan og djúpan undirtón sem gerir heimilið hrikalega smart. Sjáið svo hvernig loftið og listarnir eru málaðir í nokkrum tónum dekkri lit og hvert herbergi fær sinn einkennandi en þó mjúka lit. Hér er líka allt málað, hurðar og innréttingar og það er varla hægt að finna hvítan blett á heimilinu!

Einstaklega fallegt og elegant heimili, kíkjum í heimsókn –

Myndir / Innerstadsspecialisten 

Varðandi gráu litapælingarnar þá væri gaman að taka saman nokkra fallega liti og deila með ykkur, við erum með núna hér heima með lit á alrýminu sem heitir Soft Sarceilles frá Sérefni, hann er mjög mildur og hlýr grár litur með brúnum undirtón. Ég er virkilega ánægð með hann og finnst hann passa vel við aðra liti sem ég hef valið hingað inn, m.a. bleikan, grænan og ljósbláan. En eins og alltaf þá er svo mikilvægt að fá litaprufur og prófa í þeirri birtu sem er á ykkar heimili, þá fyrst sérðu hvernig liturinn verður í raun og veru!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FYRIR OKKUR SEM ELSKUM SMART SKANDINAVÍSK HEIMILI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helena

    21. April 2020

    Veistu nokkuð hvaðan sófaborðið er?