fbpx

HIN FULLKOMNA GJÖF – POTTAPLÖNTUÁSKRIFT BLÓMSTRU

Fyrir heimiliðHugmyndirSamstarf

Blóm og plöntur gera öll heimili fallegri því getum við verið sammála. Ég hef lengi verið í blómaáskrift hjá Blómstru og er einn þeirra helsti aðdáandi, ég hreinlega elska að fá fersk afskorin blóm send heim að dyrum aðra hvora viku og er því með falleg blóm í vasa alla ársins hring. Núna hefur Blómstra bætt við enn einni snilldinni en það er pottaplöntuáskrift! Og þessi áskrift er sérstaklega góð fyrir þau ykkar sem hafið verið að vandræðast með að halda lífi í plöntum því með áskriftinni fylgir allt sem þarf til að halda plöntunum hamingjusömum ásamt vökvunaráminningum (ég þarf þannig haha) svo plönturnar enda ekki skraufaþurrar út í glugga! Ég elska þessa hugmynd ♡ Blómstra hefur einnig bætt við blómapottalínu sem eru virkilega fallegir og fylgja með plöntum í áskriftinni.

“Ný planta annan hvern mánuð, öll tól og búnaður hinn mánuðinn, m.a. sérsniðin mold fyrir hverja plöntu, vökvunaráminningar, umpottunarleiðbeiningar og fallegir pottar til umpottunar. Í pottaplöntuáskrift Blómstru færðu allt sem þú þarft til þess að gera heimilið þitt grænt og lifandi.”

Smelltu hér til að kynna þér betur pottaplöntuáskrift BlómstruHér má einnig finna góðar leiðbeiningar varðandi umhirðu á plöntum sem þú gætir jafnvel átt nú þegar á þínu heimili en ert að vandræðast með að halda þeim fallegum.

Ég tók saman nokkrar skemmtilegar myndir af heimilum í blóma – svo lifandi og falleg.

Einnig er hægt að versla stakar plöntur og blómapotta hjá Blómstru og fá heimsent eða sent heim til fjölskyldu eða vina til að gleðja. Ég er sérstaklega spennt fyrir ólívutrénu sem er í vefversluninni þeirra og bæta smá miðjarðarhafsstemningu í eldhúsið mitt.

Pottaplöntuáskriftin er ein mesta snilld sem ég hef heyrt um og er æðislega góð gjafahugmynd svona þegar styttist í jólin, og þá sérstaklega handa þeim sem virðast eiga allt og er erfiðast að finna gjöf handa. Ég mæli mikið með því að kynna ykkur þessa áskrift.

Þangað til næst,

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu 

VEL SKIPULÖGÐ 58 FM ÍBÚÐ MEÐ FRÁBÆRU LITAVALI

Skrifa Innlegg