fbpx

HELGARINNLITIÐ: VEGGFÓÐUR & LJÓSIR LITIR

Heimili

Ég byrja helgina mína á smá heimilisinnblæstri en þetta fallega sænska heimili sem staðsett er í Gautaborg er alveg dásamlega fallegt. Veggfóðrið í eldhúsinu gefur heimilinu smá rómantískt yfirbragð en veggfóður eru í dag ennþá frekar óalgeng þrátt fyrir að vera svo ótrúlega falleg og fjölbreytt. Gubi Semi ljósið og Ton stólar í bland við Sjöu og Maur eru svo flottar andstæður við skrautlegt blómaveggfóðrið og gefur eldhúsinu meira jafnvægi og útkoman er virkilega falleg.

Gylltur krani – já takk! Sá einn fallegan kopar krana í Byko í síðustu viku… mjög fallegir.

Vegghengi eru að koma mjög sterk inn núna – ég mæli með íslensku MARR vegghengjunum sem eru dásamlega falleg.

Flottur myndaveggur – en það eina sem ég sé á þessari mynd er tryllta Bouroullec sjónvarpið sem þeir bræður hönnuðu fyrir Bang & Olufsen.

Hér eru tímarit geymd í stöflum á gólfinu og smáhlutir skreyta bókahilluna!

Myndir: Stadshem

Það má gera ýmislegt skemmtilegt við ljósaskiltin vinsælu haha..

Yfir í annað þá var ég að draga út vinningshafa í Tom Dixon púðaleiknum sem var í samstarfi með Lumex – sú heppna heitir Halla Dröfn og dró ég hana út af handahófi að sjálfsögðu.

Takk kærlega fyrir þátttökuna og Halla Dröfn! Hafðu samband ♡

TVENNT TRYLLT FRÁ IKEA PS 2017

Skrifa Innlegg