fbpx

HEIMSÓKN TIL NORMANN COPENHAGEN

Hönnun

Ég hef lengi hrifist af danska hönnunarmerkinu Normann Copenhagen og það var því mjög skemmtilegt að kíkja í heimsókn með stelpunum í höfuðstöðvarnar þeirra í hjarta Kaupmannahafnar núna nýlega. Daniel Leosson sem er dansk / íslenskur og er sölustjóri hjá Normann Cph til marga ára tók ótrúlega vel á móti okkur og kynnti merkið frá A-Ö ásamt því að dekra okkur með ljúffengum hádegismat á svölunum í bongó blíðu með dásamlegu útsýni. Höfuðstöðvarnar fluttu í þessa hliðargötu frá Strikinu í fyrra og því get ég mjög vel mælt með heimsókn hingað ef þú átt leið um þessar slóðir. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið Normann Copenhagen þá framleiða þau eina þekktustu íslensku hönnunina, sem eru Vaðfuglarnir hannaðir af Sigurjóni Pálssyni og fást í Epal.

/ Myndirnar tók uppáhalds Aldís Páls

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Á fyrstu hæðinni var yfirstandandi sýning á fallegum listaverkum með blómaþema, en þetta rými mun vera nýtt sem lifandi sýningarrými og því alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Heimilisfangið er Niels Hemmingsens Gade 12, og í þessari götu má einnig finna fleiri fallegar hönnunarverslanir.

Takk fyrir okkur Normann Copenhagen og Daniel –

LÁTTU BAÐHERBERGIÐ LÚKKA BETUR MEÐ ÖRFÁUM TIPSUM

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    17. August 2022

    Ohhh elska elska !!!

    Myndirnar og mómentin okkar dásamlegu dönsku þarna í vor <3

  2. Andrea

    17. August 2022

    Svo gaman, fallegt og fallegar myndir

  3. Aldis

    17. August 2022

    ❤️❤️❤️
    Yndislegt – Geggjaðir ferðafélagar!
    PANT ferðast oftar með ykkur ;)