Koma jólin ekki pottþétt þó að ekki verði búið að skreyta mikið, baka nokkrar sortir, kaupa jóladress og komast í jólaklippingu, jú það held ég nú:) Þessa stundina er eina markmiðið mitt að ná að senda jólakortin sem þegar hafa verið prentuð, kaupa jólatré og pakka inn gjöfum sem ekki hafa allar verið keyptar. Heimilið er ekki komið í jólabúning þó að ég sé að reyna, Bjartur minn fékk hita í gær og við erum því frekar útbrunnin í dag og öll “dagskrá” verið sett til hliðar, ég tók því bara í staðinn nokkrar myndir hér heima á milli þess sem horft var á þætti:)
Ég hengdi smá greni á seríuna til að gera hana smá hátíðlegri, hún er jú þarna allan ársins hring.
Æj ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þessa krúttlegu ísbirni í blómabúð þegar ég stökk inn að kaupa hýasintur. Mér finnst þeir smá jólalegir:)
Það er orðið dálítið síðan að þessi klukka þjónaði tilgangi sínum, fyrst var það kötturinn sem lét perlurnar ekki í friði og núna er það litli frændi minn hann Sveinn Rúnar sem er spenntur fyrir henni. Því fær hún að vera svona:) Litla jólatréð fékk ég í Litlu Garðbúðinni uppá Höfða.
Svo ein í lokin af tímaritum mánaðarins sem ég mæli með, svo skemmir ekki fyrir að það fylgja merkispjöld frá bynord með Bolig.
Skrifa Innlegg