Afmælisplön hafa átt hug minn allan undanfarnar 3 vikur og ég mun koma til með að gera góða færslu um veisluna sem ég hélt um helgina. Það er smá léttir að þetta sé núna allt yfirstaðið og ég get andað rólega og farið að sinna öðrum verkefnum en það kom mér á óvart hvað þarf að huga að mörgu en ég er alveg alsæl og þakklát fyrir helgina (mögulega ennþá þunn). Á meðan ég renndi yfir tölvupóstinn minn rétt í þessu þá rakst ég á þetta heimili sem nú er til sölu og það hefur ekkert verið til sparað þegar kom að stíliseringu, alveg típístk sænskt en agalega lekkert. Við erum þó ekki bara að tala um grámálaða veggi, heldur hafa hurðar einnig verið málaðar gráar ásamt gluggakörmum og svo er lúkkið toppað með allskyns gráum textíl og svarthvítum plakötum. Kannski of mikið? Skoðum þetta:)
Myndir: BOSTHLM
Ég vona að þið hafið átt ljúfan þjóðhátíðardag í gær og eigið gott kvöld framundan, áfram Ísland og allt það;)
Skrifa Innlegg