fbpx

GLÆSILEG HÖNNUNARÍBÚÐ Í KJARRHÓLMA

HeimiliÍslensk hönnun

Ég elska að skoða íslensk heimili og skoða fasteignasölur nánast eingöngu í þeim tilgangi að finna góðar hugmyndir þar sem ég hef ekki beint verið í kauphugleiðingum undanfarin ár. Þessa íbúð sendi hún Elísabet mín Gunnars þar sem hún deilir með mér áhuga um falleg íslensk heimili. Ég áttaði mig þó ekki alveg strax á því að íbúðin er staðsett í sömu blokk og systir mín bjó í nokkur ár og er sömu stærðar að auki, nema það að þessi er gjörólík vegna skemmtilegra lausna og opnara rými. Ég hef séð margar íbúðir í þessari blokk og eiga þær ekki roð í þessa hér að neðan sem er virkilega falleg og búið að draga það besta fram í henni með því að brjóta niður vegg á milli eldhúss og stofu en þannig eru íbúðirnar að minnsta kosti upphaflega teiknaðar og sjónsteypan á gólfum spilar einnig stórt hlutverk. Það er sérstaklega gaman að deila þessum myndum þar sem blokkin í Kjarrhólma sem um ræðir er gífurlega stór og því fjölmargir íbúar hennar sem geta tengt við þessar breytingar og fengið góðar hugmyndir í leiðinni.

Fyrir áhugasama þá má finna frekari upplýsingar um þetta fallega heimili hér.

Algjört draumaheimili og útsýnið er ekki af verri endanum alla leið út að Esju. Miðað við breytingarnar sem þessi íbúð hefur gengið í gegnum get ég ímyndað mér að hún hafi ekkert verið alltof heillandi í upphafi en stundum þarf bara smá hugmyndaflug til að sjá möguleikana og mikið sem ég held að það sé gaman að fá að taka í gegn sitt eigið heimili og gera að sínu.

INNLIT: BLÁTT & BJÚTÍFÚL

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Hildur systir

    11. October 2017

    Já sæll þetta er ekkert smá flott