Þið hafið eflaust mörg tekið eftir marmarafærslunni sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum síðan, en hana má lesa hér. Hún naut gífurlegra vinsælda og það var augljóst að það voru fleiri en ég hrifnir af þessu marmaralúkki fyrir tölvur. Einnig þótti mér mjög skemmtilegt að sjá komment við færsluna frá fyrirtækinu Merkistofan en það eru ungir strákar sem reka það og ráku þeir augun í færsluna mína og eru þeir byrjaðir að prenta núna marmarafilmur á tölvur og síma:) Ég kíkti á þá í gær og fékk mér marmarafilmu á tölvuna mína og finnst það koma svona ótrúlega vel út. Þetta sparaði mér bæði tíma og vinnu, því ég hafi hugsað mér að útbúa svona sjálf með filmu sem ég ætlaði að panta frá Kína af aliexpress haha.
Mig langar þó að gleðja nokkra lesendur og gefa nokkra marmaralímmiða á tölvur og síma:) Fleiri upplýsingar má sjá neðar í færslunni,
Tölvan mín hefur aldrei litið svona vel út:)
Ég ætla að gefa 8 lesendum marmarafilmu á tölvuna sína og 5 lesendum marmarafilmu á i-Phone-inn sinn.
Það sem þú þarft að gera er að:
1. Skilja eftir athugasemd með nafni við þessa færslu um hvaða stærð af tölvu þú ert með, (mín er t.d. 13′ mac) og/eða hvaða týpu af i-Phone þú átt.
2. Deila þessari færslu og endilega ef þú ert ekki búin/nn að líka við Svart á hvítu á facebook að gera það hér.
Það eru nefnilega ágætis líkur á því að vinna, 13 verðlaun í pottinum:)
Svo vil ég bara þakka Merkistofunni fyrir mig, og fyrir áhugasama þá kostar svona filma hjá þeim 3.500 krónur, og á símann 1.500 krónur. Frekari upplýsingar má sjá á facebook síðu Merkistofunnar hér.
Ég dreg út vinningshafana á laugardaginn!
Erum við ekki annars að tala um nýjasta æðið?:)
Skrifa Innlegg