Ég er aldeilis ekki búin að gleyma lokavinningnum í afmælisleiknum, vinningurinn er bara svo æðislegur að þetta tók sinn tíma:) Sem smá upphitun þá ætla ég að gefa einum heppnum lesenda æðislegann poka stútfullann af lakkrís frá Johan Bülow ásamt lakkrísjóladagatalinu “24 little black secrets” mmmm.
Helst þarf ég að losna við þetta sem fyrst því ég er hættuleg í kringum þennan lakkrís, og það eru sko engar ýkjur:)
Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti að ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór. Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af gourmet upplifun. Núna 6 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi. Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.
Það voru einmitt vinir mínir hjá Epal sem gáfu mér þessa gjöf, við tókum eina dollu af hverju svo það er nóg til að smakka, pokinn inniheldur einnig jólalakkrísinn sem var að koma til landsins -gullhúðaður lakkrís hjúpaður í hvítt súkkulaði með hinberjakurli:)
Helgina 8-10 nóvember verður svo Lakkrísfest haldið á veitingarstaðnum Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af gourmet lakkrísnum frá Johan Bülow. Ég mun ekki láta þann viðburð framhjá mér fara! Núna þarf ég bara að biðja til guðs að þjálfarinn minn lesi ekki bloggið mitt haha:)
Þessi poki er u.þ.b. 15 þúsund króna virði og er frábær til að eiga yfir jólin og grípa í þegar þú færð gesti!
Til að komast í pottinn þarf að gera þetta þrennt:
1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu
2. Like-a þessa færslu
3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu
Og krossa svo fingur:)
Ég dreg svo út einn heppinn lesanda þann 7.nóvember
-Svana
Skrifa Innlegg