Lakkrísbomban

Uppskriftir

Í tilefni þess að ég varð 25 ára þann 19. október s.l. bauð ég nánustu vinkonunum í smá brunch um helgina (en ég ætla svo að halda betur uppá það þegar tími gefst). Þegar kemur að bakstri og kökum get ég alveg gleymt mér í gleðinni en ég elska að baka og er alltaf að prófa mig áfram í eldhúsinu! Þar er ég líka ekkert að spá í hollustunni heldur er ég á því að ef maður er að baka eða leyfa sér á annað borð þá verður maður að njóta þess – svo lengi sem maður gætir almennt hófs á móti.

Fyrir ári síðan bauð ég í svipaðan afmælisbrunch og prófaði þá að gera piparlakkrískrem á venjulega súkkulaðiköku sem vægast sagt sló í gegn. Eftir það hef ég gert kökuna nokkrum sinnum og alltaf breytt örlítið til og prófað mig áfram og um helgina held ég að kakan hafi verið fullkomnuð. Ég sýndi örlítið frá bakstrinum á snapchat og instagram og fékk fjölmargar beiðnir um uppskrift sem ég ætla að sjálfsögðu að deila með ykkur hér – þessa verða allir lakkrísunnendur að prófa :)

Ég bý öll mín krem alltaf til frá grunni en skammast mín ekkert fyrir það að segja að ég nota langoftast Betty Crocker kökumix í botninn nema með smá “leynihráefni” útí, en fyrir utan það að með því að nota tilbúið mix einfaldar maður og flýtir mikið fyrir sér í bakstrinum  þá finnst mér kökurnar líka betri. Ég fæ allavega alltaf að heyra hvað botnarnir mínir séu mjúkir og góðir. Leynihráefnið er búðingur (t.d. Royal) en þetta er trix sem ég lærði af Berglindi á Gotterí & gersemar fyrir mörgum árum og ég hef notað síðan. Þá bætir maður einfaldlega búðing (bara duftinu, býrð ekki til “búðing”) útí kökumixið áður en blautefnunum er blandað við. Þetta gefur kökunni meiri “moisture” og “fluffy” áferð.

Nói Síríus var að koma með piparlakkrískurl í baksturinn sem ég notaði um helgina og það var ekkert smá gott. Það er að sjálfsögðu hægt að nota venjulegt lakkrískurl líka en þetta gefur smá “extra”. Ég mæli þó alltaf með að nota Nóa lakkrís í bakstur þar sem hann harðnar ekki í ofninum! Ég hef síðan keypt Dracula piparduft sem ég rakst á í Hagkaup sem er mjög bragðgott útí en það er örugglega hægt að nota hvaða piparduft sem er.

xx

Lakkrísbomba Birgittu Líf

 

Botninn

1 pk Betty Crocker súkkulaðikökumix
1 pk súkkulaðibúðingur 
1 pk Nóa piparlakkrískurl
1 dolla piparduft 
3 egg
Olía skv. leiðbeiningum á BC
Vatn skv. leiðbeiningum á BC

Kökumixið og búðingurinn sett í skál og eggjum, olíu og vatni hrært við skv. leiðbeiningum á Betty Crocker pakkanum. Þegar deigið er tilbúið er pipardufti og piparlakkrískurli blandað varlega saman við. Hellt í tvö smurð form og bakað í u.þ.b. 20 mín.

Kremið

250 g mjúkt smjör
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk þykkt sýróp
700-900 g flórsykur
1-1,5 dolla piparduft

Smjör, egg, vanilludropar og sýróp hrært létt saman. Hér er lykilatriði að smjörið sé vel mjúkt – það er oft gott að byrja á að hræra það sér til að mýkja upp. Flórsykrinum er svo blandað smátt og smátt rólega saman við þangað til kremið fær þá áferð og þykkt sem þið viljið. Piparduftinu er að lokum bætt útí eftir smekk.

Lakkrískaramellan

1 poki Nóa lakkrís rjómaperlur
4 msk rjómi

Lakkrísperlurnar eru bræddar saman í potti á lágum hita ásamt rjóma. Blöndunni er hellt í litla skál og látin kólna áður en hún fer yfir kremið. Kreminu er smurt á milli botnanna og yfir alla kökuna. Piparlakkrískurli er dreift yfir kremið og lakkrískaramellunni svo slett yfir.

Þegar kemur að kreminu skiptir að mínu mati mestu máli að vera þolinmóður og “dúlla” sér við að blanda það. Blanda fyrstu blönduna vel en rólega saman og setja flórsykurinn í litlum pörtum útí. Ég var örugglega í næstum hálftíma að blanda kremið þar til það náði þeirri áferð sem ég vildi en ég stillti hrærivélina aldrei á meiri hraða en 4-6. Ég nota “hrærarann” á KitchenAid vélina þegar ég blanda kremið.

xx

Ég vona að njótið vel og ykkur er alltaf velkomið að senda mér skilaboð á instagram ef þið hafið spurningar. Það væri gaman að fá að fylgjast með ef þið prófið!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

KOPAR DRAUMUR Í DÓS

JólaÓskalistinn

*VARÚÐ, ekki lesa þessa færslu ef að þú hatar jólin eða sælgæti.

Ég er búin að vera með visst jólalag á heilanum núna síðustu tvo daga og ekki skánaði ástandið þegar ég sá hvernig jólalakkrísinn í ár verður frá Johan Bülow vini mínum, koparhúðaður lakkrís hjúpaður í súkkulaði með saltkaramellu nammi namm, og já þið lásuð rétt K O P A R. Núna mega  jólin koma.

Screen Shot 2015-09-09 at 22.01.31BRONZE3

Það er algjör tilviljun að ég rakst á þetta þar sem ég var að skoða plaköt á vefsíðu Epal í dag, en þar stendur að lakkrísinn sé væntanlegur (líklega seinna í haust), svo kannski á ég ekkert að vera að segja frá þessu. Þetta eru hinsvegar stórhættulegar fréttir fyrir mig því ég er forfallinn aðdáandi jólalakkrísins sem er alltaf með nýju bragði á hverju ári.

Ég stóðst ekki mátið að segja ykkur þessar skemmtilegu og ljúffengu fréttir. Kannski er einhver ykkar svona jóla og nammigrís eins og ég!

**Uppfært**

Svona er að vera fljótfæra týpan, en í fyrsta lagi þá er þetta brons og í öðru lagi þá verða tegundirnar í ár þrjár, s.s. gull, silfur og kopar og allar með sitthvoru bragðinu. Við kvörtum ekki yfir þeim fréttum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Nú má desember koma…

Ég Mæli MeðJól 2014Lífið MittTinni & Tumi

… þó nóvember hafi bara verið að byrja þá erum við fjölskyldan tilbúin fyrir desember! Allir fjölskyldumeðlimir eru nú komnir með sín jóladagatöl og það fullkomin jóladagatöl fyrir hvert okkar :)

dagatal3

Fyrsta dagatalið sem mætti á heimilið var lakkrís dagatalið frá Johan Bulow sem fæst í Epal. Aðalsteinn er mjög mikill lakkrís aðdáandi og því mjög hrifin af þessum lakkrís. Ég ætlaði að gefa honum það í fyrra en þá var það uppselt svo ég fór extra snemma í ár og náði einu fyrir hann. Hrikalega flott dagatal og ekta fyrir svona sælkera. Við Tinni röltum þangað fyrir stuttu og splæstum líka í hátíðarlakkrís ársins og hann er trylltur allt sem ég hef heyrt um hann er satt :)

dagatal

Tinni Snær fékk svo sitt dagatal í gær. Playmo dagatal sem hann er samt voða fúll með að mega ekki opna strax svo það var bara falið uppí skáp þegar hann sá ekki til og verður tekið fram næst morgun 1. desember.

dagatal2

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf RÚV dagatalið sem mér fannst í minningunni alltaf mjög skemmtilegt en þá var Pú og Pa alveg uppáhalds serían ég skora hér með á RÚV að sýna það snilldar dagatal aftur!!! En ég held að þetta dagatal muni gleðja litla snáðann okkar mikið.

Mamman fékk svo flottasta dagatalið – að mínu mati alla vega ;) Ég fór í gær og splæsti í dagatalið frá The Body Shop. Ég var búin að heyra af því og fór strax í gær og keypti en ef þið eruð spenntar fyrir því hafið þá hraðar hendur því það var ekkert sérstaklega mikið eftir af því. Mömmunnar dagatalið er reyndar dýrast – 14900 (minnir mig, ég er mjööög fljót að gleyma) en í því eru vörur að andvirði rúmum 20.000kr.

10696310_707579482661579_1952105932683337957_n

Ég var voða lukkuleg með það í gær – svo er það svona eins og taska svo ég sveiflaði því bara á eftir mér inní Smáralind.

Það eru nokkur merki sem koma með svona hátíðardagatöl en það eru þó flest merki sem fást ekk hér – nema The Body Shop. Hin dagatölin seljast alltaf mjög hratt upp og eru svo seld á uppsprengdu verði á ebay og svo er rándýrt að fá þau heim. Ég hef aldrei tímt að standa í því svo ég er mjög spennt að opna þetta.

Ég er komin í voðalegt hátíðarskap allt í einu – ég er þó að reyna að passa mig að fara ekki all in alveg strax, ætla að bíða aðeins með skreytingarnar og jólalögin.

EH

SÓNAR – DAY 3

EVENTSIPHONEMUSICPERSONAL

IMG_5442

Sykur snilld

ég er svo ánægð með þessa mynd – tók pano-myndir á öllum kvöldunum en þessi var eiginlega eina nothæfa! haha

ég hefði viljað sjá bæði Fm Belfast og Vök og Sykur en þetta var allt á svipuðu tíma svo það varð að velja & hafna. En Sykur voru hress og skemmtileg eins og vanalega!!

IMG_5461

Helstu nauðsynjavörur fyrir laugardagskvöld – uppáhalds drykkurinn & lakkrísreimar.. auðvitað!

IMG_5463

Daphni

Screen Shot 2014-02-17 at 1.18.55 PM

MAJOR LAZER BILUN !!

myndina tók Sigga Jódís (ég var auðvitað alveg flottust með batteríslausan síma á Major Lazer. )

Það var svo sveitt og heitt og brjálað stuð!
Dönsuðum eins og enginn væri morgundagurinn

held þetta séu með skemmtilegri tónleikum sem ég hef farið á um ævina.

Mikið roooosalega var gaman

Takk fyrir mig Sónar Reykjavik  – sjáumst á næsta ári ♥

x hilrag.

ps. outfitmyndin gleymdist aftur – ég var einfaldlega of upptekin við að dansa og borða lakkrís ;-)

GJAFALEIKUR : LAKKRÍS BY JOHAN BüLOW

BúðirFyrir heimiliðUmfjöllun

Ég er aldeilis ekki búin að gleyma lokavinningnum í afmælisleiknum, vinningurinn er bara svo æðislegur að þetta tók sinn tíma:) Sem smá upphitun þá ætla ég að gefa einum heppnum lesenda æðislegann poka stútfullann af lakkrís frá Johan Bülow ásamt lakkrísjóladagatalinu “24 little black secrets” mmmm.

Helst þarf ég að losna við þetta sem fyrst því ég er hættuleg í kringum þennan lakkrís, og það eru sko engar ýkjur:)

IMAG3886

Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti að ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór. Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af gourmet upplifun. Núna 6 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi. Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

Það voru einmitt vinir mínir hjá Epal sem gáfu mér þessa gjöf, við tókum eina dollu af hverju svo það er nóg til að smakka, pokinn inniheldur einnig jólalakkrísinn sem var að koma til landsins -gullhúðaður lakkrís hjúpaður í hvítt súkkulaði með hinberjakurli:)

IMAG3885

Helgina 8-10 nóvember verður svo Lakkrísfest haldið á veitingarstaðnum Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af gourmet lakkrísnum frá Johan Bülow. Ég mun ekki láta þann viðburð framhjá mér fara! Núna þarf ég bara að biðja til guðs að þjálfarinn minn lesi ekki bloggið mitt haha:)

Þessi poki er u.þ.b. 15 þúsund króna virði og er frábær til að eiga yfir jólin og grípa í þegar þú færð gesti!

Til að komast í pottinn þarf að gera þetta þrennt:

1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu 

2. Like-a þessa færslu

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu

Og krossa svo fingur:)

Ég dreg svo út einn heppinn lesanda þann 7.nóvember

-Svana