***BÚIÐ ER AÐ DRAGA ÚT VINNINGSHAFA***
Þegar ég fékk það tækifæri að vinna með einu af mínum uppáhalds vörumerkjum, Bang & Olufsen þá þurfti ég svo sannarlega ekki að hugsa mig tvisvar um, enda ekki hægt að finna betri gæði eða fallegri hönnun þegar kemur að raftækjum. Í dag á ég bæði A2 þráðlausa hátalarann og H8 heyrnatólin og það er óhætt að segja að betri hljóm hef ég ekki heyrt, ég hreinlega elska þessar vörur.
Þessvegna gleður það mig mikið að fá að gefa einn A2 hátalara frá Bang & Olufsen.
Fyrir stuttu síðan þá skrifaði ég um sögu Bang & Olufsen sem sjá má hér, en í stuttu máli fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bang & Olufsen danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir einstaklega falleg raftæki og er það þekktast fyrir frábært hljóð í hljómflutningstækjum, mjög skýra mynd í sjónvörpum og fyrir einstök gæði. Bang & Olufsen hefur rækilega fest sig í sessi á undanförnum áratugum en það var stofnað árið 1925 í Danmörku.
Hátalarann er auðveldlega hægt að ferðast með og það er mjög auðvelt að tengja hann við Spotify eða aðrar græjur. Minn hátalari ferðast daglega á milli eldhúss og svefnherbergis og ég tek hann líka með þegar ég fer í bað… mjög huggulegt, en þegar sumarið mætir á svæðið þá fær hátalarinn að koma með út í garð:)
Í tilefni þess að fermingartímabilið stendur sem hæst um þessar mundir og fjölmargir enn í leit af hinni fullkomnu fermingargjöf þá er þessi hátalari klárlega fermingargjöf ársins?:)
// Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bang & Olufsen á Íslandi sem gefur hátalarann.
Leikurinn er opinn öllum en til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan glæsilega hátalara þá þarft þú að:
1. Skilja eftir athugasemd með fullu nafni og segðu mér afhverju þú átt að vinna hátalarann. Leikurinn var upphaflega aðeins hugsaður fyrir fermingarbörn en vegna gífurlegra margra fyrirspurna þá ákvað ég að leyfa öllum að taka þátt!
2. Deila færslunni.
3. Extra karma stig eru gefin þeim sem líka við Bang & Olufsen, og Svart á hvítu á facebook.
// Dregið verður úr athugasemdum eftir páska, þann 29.mars.
Skrifa Innlegg