fbpx

HÖNNUNARKLASSÍK: BANG & OLUFSEN

HönnunKlassík

Bang og Olufsen þarf vart að kynna en það er danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir einstaklega falleg raftæki og er það þekktast fyrir frábært hljóð í hljómflutningstækjum, mjög skýra mynd í sjónvörpum og fyrir einstök gæði. Bang & Olufsen hefur rækilega fest sig í sessi á undanförnum áratugum en það var stofnað árið 1925 í Struer í suðurhluta Danmörku af verkfræðingunum Peter Bang og Svend Olufsen. Það var á háalofti Olufsen fjölskyldunnar sem þeir hófu litla framleiðslu á útvörpum en 90 árum síðar er Bang & Olufsen merkið orðið alþjóðlegt hönnunartákn fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í raftækjum.

Til að ná fram þessum miklu gæðum þurfa tækin að gangast undir ströng gæðapróf en ég rakst á mjög áhugaverða klausu á vefsíðu þeirra um The torture room en þar eru tækin prófuð á ótrúlegan hátt, þar eru hátalarar t.d. lokaðir í litlu rými í heilt ár í reyk sem jafngildir um 20 sígarettum á dag, einnig eru 103 tommu sjónvörp látin falla úr meters hæð úr krana allt til að kanna hvort gæðin séu nógu góð. Jahérna verð ég nú að segja… en útkoman er líka sú að vörurnar endast þegar heim er komið, enda er dagleg notkun, hlaupandi börn, skítugir fingur og annað sem gerist innan veggja heimilisins það sem reynir mest á græjurnar okkar. Og þegar keyptar eru svona dýrar græjur þá gerum við eðlilega þá kröfu að þær endist og endist og endist sem þær gera.

Í dag eru 15 vörur frá B&O partur af varanlegu safni MoMa safnsins í New York en það er ein æðsta viðurkenningin sem hægt er að hljóta í hönnunarheiminum, enda eru þeir alveg með puttann á púlsinum þegar kemur að hönnun flottra raftækja.

Beolit15-14JS-Lo24BVi11-Spotify-13BO-Lo01LAC-15RD-Lo05BG-13XX-01 A8-14JS-Lo01 A9Black-14JS-Lo02

1902893_10152342985116607_3638131843978413576_n7582_10152342985236607_1990708741708332581_nLAC-15RD-Lo06

Fallegt fyrir augu og eyru, ég er alveg heilluð af þessum tækjum hér að ofan. Það er gaman að fá að segja frá því að á morgun, föstudaginn 7. ágúst mun Bang & Olufsen opna aftur verslun á Íslandi, hjá Ormsson í Lágmúla 8 Reykjavík.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

BARNVÆNT HEIMILI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Daníel

    8. August 2015

    Ekki til fallegri græjur! (nema kannski Apple) :P