fbpx

GJAFALEIKUR : ÁRSÁSKRIFT AF BLÓMUM FRÁ BLÓMSTRU

Fyrir heimiliðSamstarf

Núna stendur yfir ótrúlega glæsilegur gjafaleikur á Instagram síðunni minni @svana.svartahvitu sem þið viljið ekki missa af! Með einum af mínum uppáhalds samstarfsaðila – Blómstru gefum við heppnum instagram fylgjanda okkar árs áskrift af fallegum og ferskum blómvöndum sem keyrðir eru heim að dyrum hálfsmánaðarlega ~ sama áskrift og ég er í og heimilið mitt er skreytt blómum allan ársins hring ♡

Þetta er án efa allra besta áskrift sem ég hef verið í og blómin eru alveg einstaklega fersk og lifa lengur en flest önnur blóm sem ég hef reynslu af. Ég kem til með að kynna ykkur betur fyrir Blómstru á næstunni en þangað til mæli ég með að smella þér yfir á instagram síðuna mína @svana.svartahvitu og fylgja þar frekari leiðbeiningum til að skrá þig til leiks.

Hér að neðan má sjá nýjasta vöndinn sem er alveg einstakur, og blómin í kuðungnum eru síðan samblanda af eldri blómvöndum og flest þeirra eru um mánaðargömul og ennþá svo falleg!

Blómakveðja!

Fyrir áhugasama þá getur þú skoðað allt um blómaáskrift Blómstru með því að smella hér.

LITRÍK DRAUMAMOTTA EFTIR TEKLAN & HEYMAT

Skrifa Innlegg