fbpx

FÖSTUDAGUR HÉR HEIMA…

Fyrir heimiliðPersónulegt

Ég tók nokkrar myndir hér heima í dag, ég fékk nefnilega svo fallegar rósir í vikunni frá mínu manni að ég varð hreinlega að nýta tækifærið og smella af mynd svona á meðan að rósirnar lifa. Draumurinn væri að sjálfsögðu að fá svona fín blóm reglulega en það kemur kannski með tímanum, við erum jú “bara” búin að vera saman í 12 ár;)

20150130_130351

Blómavasinn, marmaraskálin og kertastjakarnir í glugganum fann ég allt í Góða Hirðinum, nokkuð góð kaup myndi ég segja!

20150130_143746

Munið þið þegar ég nefndi fyrir nokkru að ég ætlaði að minnka bleika litinn hér heima? Sá bleiki var ekki lengi að koma sér aftur vel fyrir innan veggja heimilisins eins og sjá má, ég er hætt að streitast á móti! Meiraðsegja páfagaukapúðinn sem ég var búin að gleyma er búinn að planta sér í sófann.

20150130_130726

Ég seldi Andy Warhol plakatið mitt um daginn og svona hefur stofan verið síðan, með tómann vegg. Óákveðna ég get nefnilega ekki ákveðið hvað eigi að koma í staðinn, valið stendur á milli þess að setja hvíta myndarammahillu frá Ikea og raða römmum á hana, eða útbúa myndavegg. Hvað finnst ykkur? Svo mun ég vonandi bráðlega eignast hillu undir bækurnar mínar sem sést glitta í svo þær hætti að þjóna þeim tilgangi að vera kaffiborð. Margar pælingar í gangi með stofuna mína get ég sagt ykkur:)

Takið þið svo eftir dældinni á sófaarminum? Jú þarna er ég búin að sitja límd síðustu mánuði, annaðhvort að gefa brjóst eða að vinna í tölvunni. Það kom þó að því að ég eignaðist almennilega vinnuaðstöðu en ég er búin að koma mér vel fyrir inni í herberginu hans Bjarts með þetta fína skrifborð.

IMG_20150130_192950

Ég var búin að lofa að sýna ykkur í dag nýja skrifborðið, instagram-mynd fær að duga núna enda skrifborðið/hillan ennþá nánast tóm. Mig hefur lengi langað í String hillur og ég lét það loksins eftir mér, ég var nefnilega mjög dugleg að selja úr geymslunni minni um daginn og fékk upphæð sem dugaði fyrir kaupum á slíkum grip. Það besta við String hilluna er að sjálfsögðu það að hægt er að bæta endalaust við hana svo þetta er mögulega bara byrjunin af fallegri samstæðu sem ég mun eiga í framtíðinni:) 

Þetta var þó ekki fyrsti draumurinn sem ég lét rætast á árinu… ég lét einn stærsta drauminn rætast fyrir nokkrum dögum síðan og ætla að segja ykkur frá því í næstu færslu!

xx

HUGMYNDIR FYRIR BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Bríet Kristý

    30. January 2015

    Ég held að ég myndi setja myndavegg frekar en myndahillur. Og þó….
    gæti samt kannski verið myndaveggur og svo lítil hilla sem væri hægt að punta eitthvað til, til að brjóta uppá myndavegginn. Finnst alltaf flott þegar það er e-ð annað en bara myndir á myndaveggjum. :)

  2. Erla Jónatansdóttir

    30. January 2015

    Ég tek undir með Brieti. Myndaveggur eða ein hilla sem hægt er að skipta út myndum í, lítil eða stór, og myndaveggur fyrir ofan. Það gæti komið skemmtilega út.
    Ég sé að þú ert með fallegur perluðu dýrin út í glugga hjá þér. Ég hafði eitt slíkt út í glugga hjá mér og það upplitaðist töluvert. Langaði að benda þér á það ef þú vilt síður að þau upplitist þá væri kanski ráð að finna annan stað fyrir þau þó þau sómi sér mjög vel út í glugga.

    • Svart á Hvítu

      31. January 2015

      Já er það! Hef ekki tekið eftir að þau hafi upplitast, spurning að finna þeim nýjan stað:)
      -Takk

      • Erla Jónatansdóttir

        3. February 2015

        Ég var með mitt í sólríkum glugga frá áramótum og fram yfir sumar og það sá verulega á því. Mitt er að mestu ljósbleikt og er orðið nánast hvítt þar sem skein mest á það. Kanski mismunandi eftir hvaða litur er á perlunum en allur er varinn góður. ;)

  3. Eva

    30. January 2015

    Hvaðan er sófinn :) ?

  4. Fatou

    30. January 2015

    Myndaveggur fær klárlega mitt atkvæði! Við erum með einn slíkan í vinnslu og erum mjög ánægð með útkomuna :) Og stórt LIKE á skrifborðið og blómasendinguna !

  5. Sigga

    12. February 2015

    Klukkan á veggnum er svo gordjöss langar í svona :)

  6. Karólína

    20. February 2015

    Hvaðan er sófaborðið? :)

    • Svart á Hvítu

      20. February 2015

      Það er gamalt frá stockholm línunni í ikea… gæti jafnvel enn verið til:)