fbpx

FÖSTUDAGS FÍLINGUR

Fyrir heimilið

Löng helgi framundan og þá er tilvalið að nostra smá við heimilið – sérstaklega ef litið er út um gluggann á veðrið þá lítur út fyrir að við verðum eitthvað inni í kósýheitum. Á föstudögum þá á ég til að kippa með mér heim blómum til að setja í vasa, það er allur gangur á því hvaðan þau eru, oft eru það ódýrir vendir úr matvörubúðinni. En það er ótrúlegt hvað blómin gera mikið fyrir heimilið, það er nánast að það þurfi ekki einu sinni að taka til eða þrífa á meðan fallegur blómvöndur standi í vasa í miðju herbergi, enginn mun taka eftir ryki! Og þetta er mögulega eina þrifaráðið sem ég luma á haha…

Mynd via Oh.eight.oh.nine

Myndir via Svartahvitu á Pinterest

Við fjölskyldan ætlum enn eina ferðina að kíkja í bústaðinn góða og taka stöðuna þar um helgina. Það styttist vonandi í að við getum gist þar fleiri en bara foreldrar mínir. Kannski er þó ástæða fyrir því að það sé bara búið að standsetja eitt svefnherbergi en ekki hin tvö? Að gamla settið vilji bara hafa það huggulegt tvö í koti en engin börn og barnabörn með læti…

Yfir í annað – það fór varla framhjá ykkur #Bykotrend leikurinn sem ég fjallaði um hér og hér. Vegna mikillar þátttöku í leiknum ákváðu þau hjá Byko að gefa tvo minni aukavinninga, og voru það þær Auður og Margrét sem hljóta hvor um sig 35.000 kr. inneign í Hólf & Gólf. Hér að neðan má sjá myndirnar af baðherbergjunum þeirra en eins og sjá má þá þurfa þær aldeilis á þessum vinningum að halda:) Það gladdi mig mikið að heyra að fleiri fengu verðlaun enda fátt skemmtilegra að geta glatt aðra. Til hamingju stelpur!

Eigið góða og ljúfa helgi x

HEIMILI SEM KEMUR MANNI Í SUMARGÍRINN

Skrifa Innlegg