FLUTNINGAR

Persónulegt

Þið þurfið að afsaka gæðin á þessum tveimur símamyndum, önnur er tekin á nýja staðnum en hin á gamla. Það tók aldeilis á að flytja komin 6 mánuði á leið og ég er eins og undin tuska þrátt fyrir að hafa fengið að vera mikil súkkulaðikleina í þessum flutningum og mér líður eins og ég þurfi að sofa í heila öld. Enn er þó eftir að setja upp hillur, ljós og myndir en hægt og rólega er að komast mynd á þetta nýja heimili okkar.

IMAG5131

Fjölskyldan mín er orðin pro í flutningum en mamma, pabbi, systir mín og mágur eru orðin ómissandi fyrir okkur þegar kemur að flutningum. Þau krossa þó fingur að við ætlum að búa hér í nokkur ár, eflaust farin að verða smá þreytt á þessu endalausa flakki:) Þessi hér að neðan á þó skilið orðu, en hann pabbi hefur tekið það á sig að flytja með mér í öll þau skipti sem ég hef flutt, þar með talið tvisvar sinnum í Hollandi en þá flaug hann sérstaklega út til að aðstoða Svönu sína.

Screen Shot 2014-06-02 at 2.04.37 PM

Núna krossa ég fingur að netið fari að detta inn hjá mér og þá sýni ég ykkur restina af “pleisinu”.

Þetta lofar góðu, er það ekki?:)

MÆLI MEÐ: WHO WHAT WEAR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Karen Andrea

  2. June 2014

  Það er svo yndislegt og ómissandi að eiga góða að í flutningum og þá sérstaklega með bumbuna, kannast við það :)

 2. SigrúnVíkings

  2. June 2014

  Flottur pabbi! Hlakka til að koma í heimsókn til þín á nýja fína heimilið í sumar :-)

 3. Bára

  3. June 2014

  Spennó spennó !! Hlakka til að sjá meira :D