fbpx

FALLEGT SÆNSKT HEIMILI Í 100 ÁRA GÖMLU HÚSI

Heimili

Þetta fallega sænska heimili birtist á dögunum hjá tímaritinu Sköna Hem og er draumi líkast. Húsið var byggt í byrjun 19. aldar og er um 380 fermetrar að stærð, og eins og gömlu húsi sæmir þá má sjá sjarmerandi gamla muni njóta sín en í fullkomnu jafnvægi við nútímalega hönnun og handverk og er útkoman stórglæsileg og notaleg. Eldhúsið og baðherbergið eru sérstaklega falleg en um vandasamt verk er að ræða þegar færa á svona safngrip til nútímans, en áður en núverandi íbúar keyptu húsið var hér að finna safn.

Kíkjum í heimsókn.

Ljósmyndari : Lina Östling via Sköna Hem

Notalegt og fallegt ekki satt? Ég mæli með að lesa viðtalið sjálft – með aðstoð Google translate fyrir ykkur sem lesið ekki sænsku. En fyrir ykkur sem ekki vissuð – þá er gott að setja inn slóðina sjálfa af innlitinu, eða frá öðrum vefsíðum sem þið viljið þýða. Og þá þýðir Google alla vefsíðuna en ekki bara staka textabúta – ég set þessar upplýsingar með því ég veit að það hafa ekki allir fattað þetta ♡ Eigið góðan dag,

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SVONA VERÐA JÓLIN HJÁ H&M HOME

Skrifa Innlegg