fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : THE OCEAN VILLA

Heimili

Eitt glæsilegasta íslenska heimilið er The Ocean Villa hannað af margrómuðu arkitektastofunni Studio Granda árið 2008 og var innanhússhönnun í höndum þeirra Selmu Ágústsdóttir hjá Namó Design og Grímu Björg Thorarensen hjá GBT Interiors. Þetta stórkostlega heimili er til sölu eins og þið hafið eflaust mörg séð nú þegar, en gefst okkur því einstakt tækifæri að fá að sjá vandaðar innréttingarnar og vel valda innanhússmuni þar sem ekkert var til sparað. Ég má til með að deila myndunum áfram þrátt fyrir að heimilið hafi ferðast víða í netheimum – þetta er innblástur sem gaman verður að líta á síðar.

Njótið –

Myndir : The Ocean Villa 

Húsið sem er 630 fm að stærð inniheldur 5 baðherbergi, 3 svefnherbergi, 2 stofur, líkamsrækt, bíósal, tvo heita potta og gufu svo fátt eitt sé nefnt. Lúxus heimili sem hefur aldrei sést áður á Íslandi. Fyrir áhugasama um hönnun er einstakt að líta svona heimili augum þar sem allt er upp á 10.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SVONA VERÐA JÓLIN HJÁ H&M HOME

Skrifa Innlegg