fbpx

FALLEGT INSTAGRAM TIL AÐ ELSKA : FYRIR LITAGLAÐA

Fyrir heimilið

Ég elska að uppgötva spennandi einstaklinga sem veita innblástur á Instagram – ég leitast aðalega eftir heimilisinnblæstri og þessi hér @lisbethbeckmortensen er algjört æði.

Ef þú elskar pastelliti og litagleði þá mæli ég með að kíkja við hjá henni.

 

Ég er einmitt búin að vera með fjólubláar málningarprufur heima í margar vikur fyrir einn stakan vegg sem þráir smá litagleði. Ég verð nefnilega svo glöð þegar ég sé svona fallega litrík heimili að hægt og rólega tekst mér að taka inn fleiri liti fyrir okkur fjölskylduna. Sumir þurfa kannski smá aðlögun áður en ég legg í fjólubláa litinn – en það skal takast x

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNLIT: FALLEGIR LJÓSIR TÓNAR

Skrifa Innlegg