FALLEGT HEIMILI HJÁ BLOGGARA MITT LILLE HJERTE

Heimili

Hin norska Janne Iversen er smekkkonan að þessu sinni, hún er einnig bloggari og heldur úti bloggsíðunni Mitt lille hjerte. Heimilið er mjög trendy og virðist Janne vera dugleg að sanka að sér hönnunarvörum sem þykja mjög vinsælar um þessar mundir. Instagramið hennar má finna hér og bloggið hér. 

Screen Shot 2014-12-09 at 10.27.03 PMScreen Shot 2014-12-09 at 11.19.32 PMScreen Shot 2014-12-09 at 11.18.55 PMScreen Shot 2014-12-09 at 11.18.40 PMScreen Shot 2014-12-09 at 10.36.13 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.35.55 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.35.34 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.34.55 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.31.32 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.31.18 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.30.40 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.30.26 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.29.23 PM Screen Shot 2014-12-09 at 10.28.50 PM

*Uppfært*

Ég er mjög sammála athugasemdunum hér að neðan varðandi þetta heimili, það vantar allt persónulegt touch og er nánast eingöngu að finna hluti sem eru mjög trendy núna, þessvegna tala ég um “trendy heimili” hér að ofan. Þrátt fyrir það hef ég gaman af svona myndum, því þetta er jú nánast eins og útstilling fyrir verslun og hægt að sjá hluti sem þig jafnvel langar til að eignast þrátt fyrir að hafa engann áhuga á að búa þarna:)

JÓLAGJÖF SVART Á HVÍTU HLÝTUR...

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

 1. Soffia

  10. December 2014

  Ég er að pæla:

  Ætli hún eigi 5 Cross teppi, eða ætli hún hlaupi með þau herbergja á milli? :)

 2. Lára

  10. December 2014

  Eru þetta salt og pipar kvarnir í eldhúsglugganum ? ef svo er veistu hvaðan þær eru ?

  kv. Lára

  • Svart á Hvítu

   10. December 2014

   Já, þær eru frá normann copenhagen eða muuto minnir mig… fást allavega í epal:)

 3. Margrét

  10. December 2014

  Vantar bara Eames housbird – þá er klisjan fullkomin !! ;)

 4. Guðrún

  10. December 2014

  flott heimili !

  ég var að spá á næst síðustu myndinni – veistu hvaðan þessi skenskur er ?

 5. Lára

  10. December 2014

  Það væri gaman að sjá fjölbreyttari heimili á blogginu. Mér finnst þú alltaf vera að sýna nákvæmlega eins heimili, allt hvítt, grátt og svart, með einn litaðan hlut í hverju herbergi. Sömu stólarnir, doppurnar á veggjunum, sama teppið og þessi blessaði pappírspoki.

  • Stefanía

   10. December 2014

   Sammála, þessi copy/paste stíll er svolítið þreyttur. Allt eins og allir með nákvæmlega sömu hlutina.

  • Svart á Hvítu

   10. December 2014

   Hahaha mjög góður punktur;) Ég vissi reyndar uppá mig sökina með þessa færslu og íhugaði að birta hana ekki, því það er ekki að finna einn persónulegan mun á heimilinu sem mér sjálfri þykir mjög mikilvægt:)

 6. Gugga

  10. December 2014

  Þetta er nú meira eins og gluggaútstilling en heimili, afskaplega ópersónulegt og kalt….þrátt fyrir teppin.

 7. Margrét

  10. December 2014

  Ég er alveg komin með smá ofnæmi fyrir sömu hlutunum inni á öllum heimilum. Þau eru öll eins því allir vita hvað þeir “eiga” að kaupa og þetta því farið að snúast minna um að skapa sér persónulegan stíl og meira um að “sanka að sér hönnunarvörum sem þykja mjög vinsælar um þessar mundir”.

  • Svart á Hvítu

   10. December 2014

   Ég skrifað viljandi ekki um það, vissi að það kæmu komment:) En ég er mjög sammála, jafnvel með svefnherbergið þá er þetta nánast sama rými og hjá öðrum þekktum bloggara:) Finnst vanta allt persónulegt touch þangað:)

 8. Hildur

  10. December 2014

  sammála þessu með copy/paste heimilin. Öll innlit eru því miður eins!

 9. Hjördís

  10. December 2014

  Rakst einmitt á þennan bloggara á instagram um daginn, þetta er aðeins of uppstillt fyrir minn smekk, ekkert heimilislegt við þetta!

 10. Marta

  19. December 2014

  Þrátt fyrir að það vanti persónulega hluti inn á þessar myndir (sem eiga að sýna heimilið), þýðir ekki endilega að það séu engir – uppstilltar myndir eins og hefur verið rætt :)

  Finnst þessi einfaldi simple style flottur en ég væri pottþétt með nokkra vel bleika hluti þarna á milli;)

  Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

 11. Pingback: Mit næste køb – Pov stagen fra Menu | Living by CKK