fbpx

FALLEGT HEIMILI Í SVÍÞJÓÐ

Heimili

Ég er varla með töluna á því hversu margar færslur hafa heitið eitthvað í þessa átt, en aðdáun mín á sænskum heimilum fer ekki minnkandi með tímanum. Þessi íbúð er með allt það sem ég óska mér, með skreytilistum í loftinu, fallegri kamínu í stofunni og ljósu viðargólfi, ég bið ekki um meira en það.

Íbúarnir hafa kosið að hafa frekar milda litapallettu og maður fyllist smá ró að skoða myndirnar, þó er nóg um grænar plöntur á heimilinu eða að minnsta kosti ein í hverju rými sem færir heimilinu töluvert meira líf en ella.

SFD6DF36390725F46778A039DCB337A943F

Svarthvít plaköt skreyta borðstofuna, ljósakrónan er frá House Doctor og látlausir Tolix stólarnir eru flottir við.

SFD8B9362E5A97D462C9A5DF24394AE42E4

Hýasintur eru einstaklega fallegar og jafnvel nauðsynlegar fyrir suma um jólin.

SFD284E4AD67F944D43867C4C90E256655F

Einföld vinnuaðstaða, -búkkar og borðplata frá Ikea og Panton stóll við.

SFD7510E6D8AAA941AB80B99AAE1AD88D48

Það eru nokkuð látlausar jólaskreytingarnar á þessu heimili ef kalla skyldi jólaskraut. Lítið krúttlegt jólatré í potti, mér var einmitt bent á í dag að það sé hægt að nálgast svona litla jólatrésgræðlinga í gróðrastöðvum.

SFD9094D53F5B2448C580A3C41259733246 SFDF9EEA2A335544CE2BD505DB8C4386235SFD2628B11B5EAF40DE83D7F3143336524DSFD47450B1C1C6443A4B2FA0863F837B01E

Einföld og sniðug fataslá.

SFDA56F0771484B47CBAE1ADB86740EEBB0

Gifsrósettur í loftum eru það allra fallegasta.

SFDB25EBE0B3AB446948EEE54FFBAD610C9 SFDB93C9A1EBFF5414189BF3F102349C863

Eruð þið ekki búin að taka eftir hvað græni liturinn gerir mikið fyrir heimilið?

SFDBF5D3DCB1B4C4421B91D00CE00DD5D33 SFDCA07768DE9334C1EB855A60A76060B36 SFDCEFFB442378245D3BF52B604DBBD4839 SFDE6197E2A83FC48E8B68E7E74D6FA1C37

Dásamlegt heimili! Jú og ef þú ert í flutningshugleiðingum, mögulega úr landi þá eru fleiri myndir frá fasteignarsölunni að finna hér.

P.s. ég er í sjokki yfir viðtökunum á leiknum hér að neðan, það verður full vinna fyrir mig að draga út úr leiknum:)
-Svana

VINNUR ÞÚ 100.000 KR. GJAFABRÉF?

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Guðrún

    4. December 2014

    Þetta heimili er algjör draumur – verst hvað það er fáttum íbúðir hér á landi með svona lofthæð og gólf !

    Annars ætlði eg að athuga í tengslum vð fyrri póstin hvort það væri möguleiki á ða þú kæmir með þinn jólagjafalista fyrir heimilið ? :) Er alltaf að sjá lista fyrir hann eða hana en t.d. fyrir okkur sem erum byjruð að búa og þar af leiðandi byrjuð ða fá nánast allar jólagjafir sameiginlegar að þá velur maður yfirleitt eitthvað fallegt fyrir heimilið og væri gaman að fá hugmyndir :)

  2. Jófríður

    4. December 2014

    Frábært blogg !! Ekki veistu hvaðan ljósið er fyrir ofan sófaborðið ! Þ.e.a.s staka ljósaperan ???

  3. Arna Margrét

    5. December 2014

    Klikkuð íbúð!

    Veistu hvort að ljósið frá House doktor sem er yfir borðstofuborðinu sé fáanlegt á litla landinu okkar :)?

    • Svart á Hvítu

      7. December 2014

      Já það fæst í Fakó á laugarvegi, jafnvel líka Tekk company:)