Ég er varla með töluna á því hversu margar færslur hafa heitið eitthvað í þessa átt, en aðdáun mín á sænskum heimilum fer ekki minnkandi með tímanum. Þessi íbúð er með allt það sem ég óska mér, með skreytilistum í loftinu, fallegri kamínu í stofunni og ljósu viðargólfi, ég bið ekki um meira en það.
Íbúarnir hafa kosið að hafa frekar milda litapallettu og maður fyllist smá ró að skoða myndirnar, þó er nóg um grænar plöntur á heimilinu eða að minnsta kosti ein í hverju rými sem færir heimilinu töluvert meira líf en ella.
Svarthvít plaköt skreyta borðstofuna, ljósakrónan er frá House Doctor og látlausir Tolix stólarnir eru flottir við.
Hýasintur eru einstaklega fallegar og jafnvel nauðsynlegar fyrir suma um jólin.
Einföld vinnuaðstaða, -búkkar og borðplata frá Ikea og Panton stóll við.
Það eru nokkuð látlausar jólaskreytingarnar á þessu heimili ef kalla skyldi jólaskraut. Lítið krúttlegt jólatré í potti, mér var einmitt bent á í dag að það sé hægt að nálgast svona litla jólatrésgræðlinga í gróðrastöðvum.
Einföld og sniðug fataslá.
Gifsrósettur í loftum eru það allra fallegasta.
Eruð þið ekki búin að taka eftir hvað græni liturinn gerir mikið fyrir heimilið?
Dásamlegt heimili! Jú og ef þú ert í flutningshugleiðingum, mögulega úr landi þá eru fleiri myndir frá fasteignarsölunni að finna hér.
P.s. ég er í sjokki yfir viðtökunum á leiknum hér að neðan, það verður full vinna fyrir mig að draga út úr leiknum:)
-Svana
Skrifa Innlegg