fbpx

FALLEGT HEIMILI HÖLLU BÁRU & GUNNARS SVERRIS

Eitt fallegasta heimili landsins er komið á sölu og þessar myndir komu mér skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði fasteignavefinn í morgun en ég átti þá ekki von á því að sjá heimili Home & Delicious hjónanna til sölu en ég er mikill aðdáandi þeirra. Hér búa hjónin þau Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og Gunnar Sverris ljósmyndari en það eru fáir sem komast með tærnar þar sem eru með hælana þegar kemur að smartheitum – eða það þykir mér að minnsta kosti. Stíllinn þeirra er mjög heillandi og einstaklega fallegur og erfitt er að lýsa honum í einu orði, hún Halla Bára er að minnsta kosti óhrædd við liti og blandar saman ólíkum hlutum sem mynda þessa spennandi heild. Fyrir áhugasama hönnunarnörda þá get ég glatt ykkur með þeim fréttum að Home & Delicious vefurinn opnar á ný eftir nokkra daga eftir gagngerar endurbætur með nýrri heimasíðu.

    

Myndir : Gunnar Sverrisson

Ég mæli með að fylgjast með á Home & Delicious þegar vefurinn verður vakinn aftur til lífsins en hún Halla Bára er stútfull af fróðleik um innanhússhönnun og ég hlakka til að fylgjast með. Það er einnig hægt að fylgjast með þeim á Instagram hér. Og fyrir áhugasama um þessa glæsilegu fasteign sem staðsett er á Þórsgötu í 101 Reykjavík þá mæli ég með að kíkja hingað inn á fasteignavef Vísis. 

GULLFALLEGT & HEILLANDI HEIMILI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

 1. Sandra

  29. August 2017

  Ókey vá liturinn í stofurýminu, fullkominn!!

 2. Sunna

  9. September 2017

  Veistu hvað blái liturinn heitir?:)

  • Svart á Hvítu

   12. September 2017

   Nei því miður þekki ekki litinn, en prófaðu að tékka á þeim hjá Sérefni þau geta 100% leiðbeint þér hvaða litur þetta er:)