fbpx

FALLEGT FYRIR BARNAHERBERGI // HANDGERÐAR DÝRAMOTTUR

BarnaherbergiÓskalistinn

Þessar handgerðu mottur eru með því fallegra sem ég hef séð fyrir barnaherbergi –

Ég er nefnilega með hugann við barnaherbergið þessa dagana þar sem enn á eftir að koma herbergi sonarins í gott stand eftir flutninga og gera það huggulegt svo hann vilji eyða meiri tíma þar inni við leik, og að lokum líka svefn. Í gær rakst ég á þessar dásamlegu dýramottur sem eru handgerðar á Indlandi og eru fullkomnar í barnaherbergið og ég fékk kitl í magann þegar ég sá þessa fegurð. Ég heillast mikið af hlutum fyrir heimilið (oft líka fatnaði) sem tengist dýraríkinu og á ófáa slíka hluti og þessi dýramotta er eitthvað sem má gjarnan bætast við safnið. Þessa stundina er ég þó að reyna að gera upp á milli þeirra hver verður fyrir valinu og á að sjálfsögðu eftir að ræða þetta við einn 4 ára ♡

 

“Motturnar eru frá merkinu Doing goods og skarta ýmsum elskulegum dýrum úr dýraríkinu sem láta þig eða barnið brosa á hverjum degi. Það er fátt betra en að byrja daginn á því að stíga úr rúminu á þessar fallegu handgerðu mottur. Allar vörur frá Doing goods eru handgerðar á Indlandi í litlu fjölskyldufyrirtæki sem spratt upp í samvinnu með Doing goods. Vinnuaðstæður, frítími og kaup er til fyrirmyndar enda eina rétta leiðin í heiðarlegum viðskiptum.”

 

Ég er bálskotin!

Fyrir áhugasama þá fást þessar fallegu mottur hjá vefversluninni Purkhús – sjá hér.

MEÐ BLEIKT SVEFNHERBERGI & SVART ELDHÚS

Skrifa Innlegg