fbpx

FALLEGT 25 FM HEIMILI STÍLISTA

Heimili

Þegar lítið er um gólfpláss er vandasamt að velja í hvað skuli nýta plássið svo það mætti teljast óvenjulegt þegar stærðarinnar bókahilla er frístandandi á miðju eldhúsgólfinu á þessu smekklega heimili. En mikið gefur það mikinn sjarma að leyfa bókunum að njóta sín í bland við listaverk og blómavasar tróna hátt uppi ásamt öðru punti. Um er að ræða 25 fermetra íbúð stjörnustílistans Saša Antić í Stokkhólmi. Skemmtilegt hvað heimili segir manni oft mikið um húsráðendur – þegar ég skoðaði þessar myndir fyrst var ég viss um að hér byggi einhleypur karlmaður sem starfar í skapandi geira. Fallegt og lítið heimili – kíkjum í heimsókn …

Myndir: Historiska Hem

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MEÐ LEIKFIMIHRINGI Í STOFUNNI & FALLEGT GRÆNT ELDHÚS

Skrifa Innlegg