fbpx

FALLEGIR DRAUMAHLUTIR ÚR SNÚRUNNI // GJAFAHUGMYNDIR

Fyrir heimiliðHönnunSamstarf

Í Snúrunni eiga heima nokkur af mínum uppáhalds merkjum og ég verð seint þreytt á að dásama þessa verslun sem hefur lengi verið í uppáhaldi. Ég elska að setja saman svona gjafahugmyndir, því ég veit að þær gagnast ykkur oft á tíðum mjög vel og svo er alltaf gaman fyrir mig að taka saman það sem heillar augað að hverju sinni. Oftar en ekki rata líka nokkrir hlutir af þessum listum á heimilið mitt og endurspegla þeir því alltaf minn persónulega smekk. Ég gæti hugsað mér að eiga alla þessa fallegu hluti ♡

Er einhver á leið í veislu? Hér eru hugmyndir…

// Rúmföt, Mette Ditmer. // Guðdómlega falleg bleik glös frá Frederik Bagger. // Iittala er nýtt merki í Snúrunni – sem gleður eflaust marga. // Reflections spegill sem er á mínum óskalista. // New Wave ljósin heilla mig uppúr skónum, þetta er það allra fallegasta sem ég hef séð. // Finnsdóttir blómavasinn er klassískur, og er alltaf í notkun á mínu heimili. // Adorn vasi frá Nordstjerne er klassískur, einnig til í grágrænu. // Iittala Essence eru klassísk gjöf og tilvalið til að safna.

// Botanique blómapottur á standi – hrikalega smart. // Nýtt Ballroom ljós frá Design By Us í bláu og gylltu. // Hinn fullkomni blómavasi er þessi South Beach frá Reflections, mjög girnilegir litir og einstök hönnun. // Aalto viðarbrettið er klassískt og fallegt til að bera fram osta t.d. // Blómapúði frá Bolia til að hressa upp á heimilið. // Einstök gólfmotta frá Reflections. // Posea bekkur sem til er í mörgum litum, mjög smart og hentar bæði í stofuna, svefnherbergið eða í forstofuna?

Draumahlutir fyrir falleg heimili – ég vona að þessar gjafahugmyndir komi ykkur að góðum notum og ég er nokkuð viss um sitthvað lendi á mörgum óskalistum ♡

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MUST HAVE Í FRÍIÐ & GJAFALEIKUR MEÐ ANGAN

Skrifa Innlegg