Natalie Hamzehpour er einn færasti förðunarfræðingur á landinu og fagurkeri mikill. Natalie starfar sem þjálfari og almannatengill á snyrtivörusviði Nathan & Olsen ásamt því að kenna förðun við Make up Studio Hörpu Kára.
Það var tilvalið að fá Natalie til að deila með okkur sínum óskalista þar sem finna má fallega hluti fyrir heimilið og að sjálfsögðu nokkrar snyrtivörur ♡
Lýstu þér í 5 orðum… dugleg, hávær, skemmtileg, örlát, ákveðin.
Stíllinn þinn er… heimilið er bjart, litríkt og mjög blandað af allskonar skemmtilegum hlutum. Fatastílinn minn er mjög svartur. Í förðun er ég smá óhefbundin, einfalt en grafískt.
Uppáhalds förðunarvara… það er svo erfitt að velja af því það er bara stanslaust eitthvað nýtt í miklu uppáhaldi. En þessa dagana er það Glow 2 go kinnalita og bronzer stiftið frá Clarins. Ég elska svona fjölbreyttar vörur en ég nota hann á augu, varir, kinnar og stundum bringu og lappir líka.
En ofmetin förðunarvara… Beautyblender og bara allir svona svampar.
Besta trixið til að farða sig á 5 mínútum fyrir partý… Léttur farði, sólarpúður á kinnar og augu, bretta augnhárin og maskara vel, nóg af kinnalit og litsterkur, bjartur varalitur.
Það sem verður keypt næst fyrir heimilið… mig vantar fallegt veggljós í eldhúsið. Er að spá í BAZAR sem fæst hjá Rafkaup.
// “The Pink painting” málverk eftir Sögu Sig. // Haust kerti frá Haf store. // Veggvasi frá Hafstore. // Svarti Nomad stóllinn frá Norr 11. // Fru.it skór frá GS. // Svartir diskar frá Hasami Porcelain fást í Geysir heima. // Eynalokkar frá Kríu. // Jean Paul Gaultier Scandal A Paris (fæst í Hagkaup). // Chanel Rouge Allure Ink Fusion í lit 802 (fæst í hagkaup).
… heimilið er bjart, litríkt og mjög blandað af allskonar skemmtilegum hlutum en fatastílinn minn er mjög svartur.
Þrír hlutir sem þú tækir með þér á eyðieyju… sólarvörn, súdókú og 8h kremið frá Elizabeth Arden.
Besti maturinn… Persneskur matur! Allt svo gott en ég er sérstaklega fyrir allt með eggaldin.
Uppáhalds verslunin… GS skór, mig langar alltaf í allt þarna og svo er starfsfólkið líka svo yndislegt.
Skemmtilegasta borgin… New York og Toronto.
Dýrmætasta á heimilinu… þykir rosalega vænt um teikningu eftir systur mína sem hún gaf mér í innflutningsgjöf.
Skemmtilegasta förðunarverkefni sem þú tókst þátt í… Þau eru svo mörg skemmtileg. En ég tók þátt í Chanel myndatöku fyrir tímaritið Blæti sem var ótrúlega skemmtileg. Alltaf gaman að vinna með góðu fólki.
Hvað er næst á dagskrá… Næst á dagskrá er heimsókn til Shiseido til að kynnast betur vörum sem koma í vor á næsta ári. Mjög spennandi ár framundan hjá Shiseido. Þau eru sko bara rétt að byrja!
Takk fyrir spjallið elsku Natalie ♡
Skrifa Innlegg