fbpx

FAGURKERINN : ÍRIS ÓSK LAXDAL

Fagurkerinn

Fagurkerinn Íris Ósk Laxdal er arkitekt og eigandi húðvörumerkisins Angan sem er margrómað fyrir sínar náttúrulegu íslensku húðvörur. Íris Ósk er einstaklega smekkleg kona og muna eflaust margir eftir glæsilegu heimili hennar í Barmahlíð sem ég fjallaði um hér á blogginu í byrjun árs sem þá var á sölu. Algjör demantur sem það heimili var – smelltu hér til að sjá.

Íris Ósk tekur af skarið og er fyrsti fagurkerinn í nýrri seríu hér á blogginu þar sem smekkfólk landsins deilir með okkur uppáhalds hlutum og óskum ♡

 

Lýstu þér í 5 orðum … Ég er Hress og Fyndin, Traust, Þrautseig og Ákveðin.

Stíllinn þinn …  Ég myndi lýsa stílnum á heimilinu mínu sem blöndu af gömlu, nýju og hlutum með sál. Ég elska vel hannaða og fallega hluti. Lykillinn fyrir mér er að skapa gott andrúmsloft á heimilinu þar sem manni líður vel.

Uppáhalds hönnun … Skandinavísk hönnun – Einföld, vönduð og falleg úr nátturulegum efnum. 

Besti maturinn … Ég elska góðan fisk og svo eru heimagerðu föstudags pizzurnar alltaf bestar!

Fegurð eða notagildi …  Þótt að notagildið skiptir mig miklu máli þá finnst mér fegurð vera mikilvægari. Elska að horfa og njóta fallegra hluta.

Það sem verður keypt næst fyrir heimilið … Sveinn Kjarval stóll.

// Pallo vasi frá Haf store // Bekkur frá Norr11 // Líkamsolían Bliss frá Angan Skincare // Atollo lampi frá Casa // Skór frá Kalda // Maria Black hálsmen frá Húrra // Kjarvalsstóllinn í stofuna, frá Epal // Lip2cheek blush frá Mstore.is // Stórt baðkar! – hér má sjá frístandandi frá Tengi // Fallegur haustvöndur frá Pastel blómastúdíó // 

Þótt að notagildið skiptir mig miklu máli þá finnst mér fegurð vera mikilvægari.

Uppáhalds verslun …  Haf Store.

Skemmtilegasta borgin … Kaupmannahöfn & New York.

Dýrmætasta á heimilinu … Það eru samverustundirnar, við gætum búið nánast hvar sem er í heiminum og verið bara við fjögur.

Hvað er næst á dagskrá … Það er ýmislegt spennandi að gerast – við munum koma með nýjar vörur á markað í þessum mánuði sem eru 2 nýjir andlitsmaskar. Erum virkilega spennt að kynna það betur fyrir ykkur!

Takk fyrir að deila með okkur elsku Íris Ósk ♡

Ef ykkur líkar vel við efnið sem þið lesið þætti mér vænt um að þið gætuð smellt á hjartað hér að neðan eða við like hnappinn ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

VIDEO // LIV TYLER OPNAR DYRNAR Á GLÆSILEGU NEW YORK HEIMILI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    4. October 2019

    Skemmtilegur þessi nýji liður á blogginu? Ég hlakka til að fylgjast með!