fbpx

#EPALDESIGN SIGURVEGARI

HeimiliHönnun

Við þökkum fyrir frábæra þátttöku í instagramleik Epal & Trendnet þar sem lesendur voru beðnir um að merkja sínar myndir #epaldesign og #trendnet. Að lokum var ein mynd valin sem vinningsmynd og hlýtur í verðlaun Hay Dot púða.

12476_10152963298428332_6747264070187847234_n

Það voru svo ótrúlega mikið af flottum myndum sem bárust í keppnina og það var virkilega erfitt að finna bara eina vinningsmynd, en eftir að hafa velt þessu fram og tilbaka og álitsgjafar frá Trendnet og Epal sagt sína skoðun varð þessi mynd hér að ofan fyrir valinu.

Eigandi hennar er Rebekka Pétursdóttir

Falleg mynd af fallegri stofu og flottum Montana GRID hillum eftir Peter J.Lassen. Ég hef ekki oft séð Grid-týpuna á heimilum fólks, oftar þessar klassísku Montana einingarnar og Grid hefur þá verið vinsælli í verslunarrýmum. Þó koma þær einstaklega vel út í stofunni hjá Rebekku og gaman að sjá hvernig plönturnar fá að flæða í gegnum rammann.

Til hamingju Rebekka með nýja Hay Dot púðann þinn sem mun eflaust njóta sín vel í stofunni þinni:)

Hafðu samband á svartahvitu@trendnet.is fyrir nánari upplýsingar.

Takk fyrir þátttökuna!

-Svana

Í DAG

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Rebekka Pétursdóttir

    10. July 2014

    Takk kærlega fyrir mig, búin að senda þér póst :) HAY dot púðinn er búinn að vera alltof lengi á óskalistanum, loksins fær hann stað í íbúðinni minni :)

  2. Guðrún

    29. November 2014

    Sæl er búin að vera að leita að hillum svo lengi og mund eftir þessari færslu hjá þér , finnst þetta svo fallegt eining – veist hvort hana sé hægt að fá hér á landi ?

    • Svart á Hvítu

      30. November 2014

      Hæhæ, já þetta er selt í Epal, en þarf þó líklegast að panta:)