Núna á föstudag milli 17-20 býður HAF STUDIO og HAF STORE í partý, nánar tiltekið eldhúspartý. Tilefnið er kynning á nýjustu afurðinni, HAF FRONT, en það er nýtt vörumerki í eigu þeirra Hafsteins, Karitasar og Markúsar Stefánssonar.
HAF STUDIO hefur undanfarin ár hannað eldhús í ýmsum stærðum og gerðum. Í vinnu sinni í gegnum tíðina hafa hönnuðir HAF STUDIO komið auga á vannýtt tækifæri er snúa að útliti á eldhúsinnréttingum landsmanna.
“Margir fara þá leið að sérsmíða innréttingar eftir okkar hönnun en það er ljóst að það getur tekið langan tíma og getur verið kostnaðarsamt. Við hjá HAF STUDIO höfum lengi dáðst af vörum IKEA og er staðreyndin sú að grunnskápar og innvols er með því betra sem völ er á. Okkar markmið er því að geta hjálpað enn fleirum að búa til sitt drauma eldhús með því að framleiða hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. Við erum ekki að finna upp hjólið, en það er hægt að fá svipaða þjónustu á Norðurlöndunum og víðar. Í okkar starfi finnst okkur þetta sárvanta á Íslandi og langar okkur því að bæta þessari þjónustu við starfsemi okkar.” segir Karitas Sveinsdóttir innanhússarkitekt.
Ferlið virkar þannig að þú kaupir grunnskápa og allt sem þarf í þína eldhússinnréttingu fyrir utan framhliðarnar. Næst kemur þú til okkar og við teiknum upp eldhúsið þitt með HAF FRONT framhliðum sem munu koma í nokkrum stöðluðum formum og litum. Eftir að HAF FRONT framhliðarnar eru tilbúnar setur viðkomandi þær sjálfur á IKEA innvolsin eða fær aðila á okkar vegum til að klára verkefnið.
Myndir : HAF STUDIO
Á þessu ári er svo stefnan að breikka vörulínu HAF FRONT og er samstarf nú þegar hafið við þekkta hönnuði og arkitekta um þróun á framhliðum í mismundi áferð, útliti og efnum. Á föstudaginn verður svo líka til sýnis glæný vörulína KER sem er nýtt vörumerki Guðbjargar Káradóttur sem hefur undanfarin ár verið partur af Postulínu.
VÁ þetta er svo dásamlega fallegt – gæti svo sannarlega hugsað mér svona glæsilega HAF FRONTA á mitt IKEA eldhús ♡
Hlakka til að sjá ykkur í eldhúspartýi á föstudaginn – áfram íslensk hönnun!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg