fbpx

ELDHÚSINNBLÁSTUR // VIFTUR – JÁ EÐA NEI?

EldhúsFyrir heimilið

Eldhúsið mitt er verk í vinnslu – en vá hvað ég sé vel fyrir mér lokaútkomuna, hvenær sem það verður ♡ Þegar við fluttum inn var eitt það fyrsta sem ég gerði að taka niður viftuna í eldhúsinu og fékk send ófá skilaboð að það væri ekki mjög sniðug hugmynd. Núna um fjórum mánuðum síðar er komin ágætis reynsla á að brasa í eldhúsinu án viftu og get ég talið skiptin sem ég vildi hafa óskað þess að hafa viftu, ég skrifa það jafnvel á að það er ekki hægt að lofta vel út um gluggana í eldhúsinu (nýir gluggar eru líka verk í vinnslu). Ég er þó enn á báðum áttum og kem jafnvel til með að breyta smá í eldhúsinu með vorinu. Skoðum smá innblástur á þessum fína sunnudegi –

// Með eða án? Sjáið hvað þessi eldhús öll eru þó glæsileg.

Myndir : Pinterest 

Fyrst og fremst þá þarf að vera hægt að lofta vel út ef þú ætlar að sleppa því að vera með viftu í eldhúsinu, það vinnur þó með okkur að við erum mjög sjaldan að steikja mat á pönnu og eldum oftar í ofninum. Það er þó lítið mál að láta viftuna falla inn í innréttinguna eða finna útlit sem hentar þínum stíl – og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera næst. En þetta er persónulegt val og þarf að velja útfrá því hvað hentar ykkar heimili.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMA HJÁ GARANCE DORÉ Í L.A.

Skrifa Innlegg