fbpx

EKKI MISSA AF DESIGN TALKS 2019 – EINA LEIÐIN ER UPP!

Íslensk hönnun

HönnunarMars skellur á eftir örfáa daga með allri sinni gleði – eruð þið byrjuð að telja niður eins og ég?

Núna er rétti tíminn til að punkta niður þær sýningar sem ekki má missa af en dagskrá HönnunarMars er komin út og hægt er að kynna sér hana með því að smella hér.

Ég er svo að sjálfsögðu búin að næla mér í miða á árlega DesignTalks sem markar upphaf HönnunarMars! Allir áhugasamir um hönnun mega ekki láta þann viðburð framhjá sér fara.

DesignTalks ráðstefnan markar upphaf HönnunarMars, uppskeruhátíðar hönnuða og arkitekta. DesignTalks 2019 varpar ljósi á hlutverk og áhrifamátt hönnunar á tímum stórfelldra breytinga í heiminum og leggur til að “eina leiðin sé upp!”

“Viðfangsefni dagsins spanna vítt svið. Þar má nefna hönnun bygginga sem framleiða meiri orku en þær nota, brautryðjendabaráttu fyrir sjálfbærni í tískuheiminum, möguleikum og áskorunum stafrænna heima, hlutverki grafískrar hönnunar í nýliðnum pólitískum atburðarásum, vannýttum efnivið til búsetu á Mars og hönnun nýrra lífvera.”

DesignTalks er ætlað að veita hönnuðum og arkitektum, áhrifafólki í samfélaginu, viðskiptum, stjórnvöldum og almenningi, innblástur til samstarfs og framfara.

Fyrirlesararnir í ár eru þau; Michael Morris arkitekt, Theódóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður, Hrólfur Karl Cela og Marcos Zotes arkitektar, Moon Ribas listamaður, Lucienne Roberts grafískur hönnuður, Philip Fimmano tísku- og lífstílssérfræðingur, Brynjar Sigurðarson hönnuður og handhafi Torsten og Wanja Söderberg verðlaunanna 2018, Katharine Hamnett fatahönnuður og frumkvöðull í breska tískuheiminum, Kristian Edwards arkitekt og yfirhönnuður hjá hinni margverðlaunuðu stofu Snøhetta, ásamt Lara Lesmes og Fredrik Hellbert listrænum stjórnendum! Ég hvet ykkur til að lesa ykkur betur til um bakgrunn hvers og eins, sjá hér.

Eins og þið sjáið þá er eitthvað fyrir alla og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ganga út eftir daginn uppfull af innblæstri.

Fyrir áhugasama þá fer Design Talks fram á fimmtudaginn 28. mars á milli kl. 09:00–16:30 í Silfurbergi, Hörpu.

– Hægt er að kaupa miða hér – 

Ég kem einnig til með að taka saman þær sýningar sem má ekki missa af hér á TRENDNET – stay tuned ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ELDHÚSINNBLÁSTUR // VIFTUR - JÁ EÐA NEI?

Skrifa Innlegg