Þessi gimsteinn varð á vegi mínum á stuttu netflakki dagsins – um er að ræða ekki nema 38 fm íbúð sem er þó með þeim notalegri sem ég hef séð. Hér má einnig sjá sönnun þess hve mikilvægar mottur, gardínur og púðar geta verið. Íbúðin er í grunninn mjög hrá með steypta veggi og loft og sjáið hvað það gerir heimilið hlýlegt allur þessi textíll. Stofan er dásamlega falleg með æðislega mynstraða marokkóska ullarmottu sem afmarkar stofuna smá frá eldhúsinu þrátt fyrir að vera alveg ofan í hvoru öðru. Uppáhalds J39 stólarnir prýða eldhúsið og koma einnig inn með smá hlýju í grátt og svart eldhúsið.
Algjör draumur þessi íbúð.
Myndir : Bjurfors fasteignasala
Svefnherbergið er líka gullfallegt, með þykka ullarmottu á gólfinu, ljós rúmföt í stíl við gardínurnar og bast skilrúm – Útkoman er algjör draumur og lætur þessa steyptu og hráu veggi alveg fá að njóta sín.
Skrifa Innlegg