fbpx

DIANE VON FURSTENBERG X H&M HOME !

FréttirH&M home

Fréttir dagsins eru þessar! 

Eitt stærsta nafnið úr tískuheiminum, Diane von Furstenberg er nú í samstarfi við uppáhalds H&M Home og er samstarfslína þeirra væntanleg í byrjun 2021!

“I’m thrilled to be collaborating with H&M Home, especially since I have such a passion for interiors,” says the Belgium fashion designer. “The home is both a relaxing and empowering place where you can really ‘own’ a look or feel. With this collaboration, I want people to take charge of their home decor. The only rule I have is that your home should reflect who you are. The main point is to create a space that you’re incredibly comfortable in and is a true expression of your personality”.

Diane sem er 73 ára gömul er ein áhrifamesta kona í tískuheiminum og er þekkt fyrir framúrskarandi smekk þegar kemur að tísku og innanhússhönnun. Hún hefur áður komið að hönnun fyrir heimilið með heimilislínu sinni DVF homeware sem hefur þótt eftirsótt. Diane nýtur gífulegrar virðingar í tískuheiminum og er hennar helsta markmið að færa konum sjálfstraust, og vill hún að henni verði minnst á þann hátt.

Hversu spennt er ég að sjá útkomuna á þessu spennandi samstarfi!

Myndir : H&M Home 

11.11 // 20% AFSLÁTTUR HJÁ DIMM.IS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Bergmann

    10. November 2020

    Nei hættu nú alveg – vá hvað ég er spennt !!