fbpx

EINFALDAR & DJÚSÍ SÚKKULAÐI BROWNIES : AÐEINS 3 INNIHALDSEFNI!

Matur & baksturSamstarf

Ég elska að prófa nýjar súkkulaði uppskriftir og verandi algjör súkkulaðigrís og á sama tíma sykurlaus þá er algjör himnasending að detta niður á gúrme sykurlausar súkkulaðiuppskriftir eins og þessa hér. Súkkulaði brownies er eitthvað sem flestum þykir gott og þessar sykulausu súkkulaðibrownies er tilvalið að prófa um helgina. Það eina sem þarf er súkkulaðismjör, tvö egg og möndlumjöl. Ég notaði sykurlaust súkkulaðismjör svo að mín útfærsla er einnig ketóvæn:) Það er síðan algjör lúxus að borða þessar brownies með ís eða rjóma ásamt ferskum berjum og útkoman er fullkominn “feel-good” desert. Það eru til endalausar útgáfur af brownie uppskriftum en þessi er án efa sú allra einfaldasta og jiminn hvað þær eru góðar, ekki of sætar og með smá heslihnetukeim sem gefur mjög ljúffengt bragð.

Uppskriftin gæti ekki verið einfaldari

2 1/2 dl Súkkulaðismjör frá Good Good (nánast heil krukka)

1 dl möndlumjöl

2 egg

Hitaðu ofninn í 180°C. Hrærðu öllum innihaldsefnum saman í skál og settu deigið í smurt form eða bökunarpappír í formið. Miðlungstórt form um 20 x 20 cm. Bakaðu í 25-27 mínútur eða þar til þú stingur pinna í kökuna og hann kemur hreinn út. Passið að baka ekki of lengi. Leyfðu kökunni að kólna áður en þú skerð í bita og berð fram.

//

Flestar brownie uppskriftir innihalda bæði súkkulaði og sykur, og er þessi útgáfa því “hollari”, með engum viðbættum sykri auk þess að súkkulaðismjörið inniheldur heslihnetur og þ.a.l. einnig meiri trefjar. Við fjölskyldan eeelskum súkkulaðismjörið frá Good Good (sérstaklega sonur minn) og ég kaus það einnig löngur áður en ég hætti að borða sykur einfaldlega því mér finnst það betra en aðrar tegundir og ég vildi ekki bjóða syni mínu upp á eitthvað sem var stútfullt af sykri. Í dag er ég í samstarfi við Good Good sem kemur sér einstaklega vel þar sem við fjölskyldan – með Bjart Elías minn með fremstan í fararbroddi ásamt vinum, svoleiðis spæna upp heilu krukkurnar og smyrja á samlokur ásamt sultu.

Þessar brownies eru einnig fullkomnar með sem sætindi á ostabakka í saumaklúbbnum, skornar í litla munnbita. Ég mæli með að þið prófið ♡ Ég sáldraði örlitlu sjávarsalti yfir og fannst það alveg punkturinn yfir i-ið.

Takk fyrir lesturinn og eigið góða helgi ♡

FALLEGT FYRIR BÖRNIN // OYOY MINI

Skrifa Innlegg