fbpx

EIGENDUR VIPP BÚA SMART Í NEW YORK

HeimiliHönnun

Eigendur danska hönnunarmerkisins Vipp sem er jafnframt eitt fremsta hönnunmerki dana, hafa komið sér vel fyrir á undanförnum árum á Manhattan þar sem þeim hefur tekist að sameina heimili sitt við sýningarrými og taka hér á móti mögulegum viðskiptavinum og áhugasömum um danska hönnun og list.

Heimilið sem staðsett er í Tribeca hverfinu er einstaklega glæsilegt og má hér sjá allt vöruúrval Vipp, allt frá eldhúsi, baðinnréttingum, húsgögnum og smávörum. Sofie og Frank Christensen Egelund eigendur Vipp hönnuðu Vipp sýningarrýmið með það í huga að hér myndu þau búa ásamt tveimur börnum sínum. Hér var áður staðsett gömul verksmiðja og tók parið sér heilt ár í að koma sér fyrir og endurhanna rýmið í þessu húsi sem byggt var árið 1883. Vipp eldhúsið er stjarnan á heimilinu og sjá má Vipp húsgögn í hverju horni. Vipp á rætur sínar að rekja til ársins 1939 þegar klassíska Vipp ruslafatan leit dagsins ljós en í dag má finna draumahúsgögn, innréttingar og smávörur frá þessum danska hönnunarrisa.

Hver væri annars ekki til í að búa hér? Kíkjum í heimsókn –

Myndir frá Vipp.com / Ljósmyndari : Adrian Gaut

FALLEGIR ÍSLENSKIR VASAR: LIKIDO FYRIR NORR11

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    20. August 2021

    😍