fbpx

FALLEGIR ÍSLENSKIR VASAR: LIKIDO FYRIR NORR11

Íslensk hönnun

Likido eru nýir vasar úr smiðju Huldu Katarínu, keramiklistakonu sem hún hannaði fyrir danska húsgagnamerkið Norr11.

Likido þýðir dropi á mállýskunni Visaya en Hulda Katarína á uppruna sinn að rekja til Filippseyja. Innblástur við gerð vasans er vatnið og þau ólíku form sem dropar taka á sig. Likido eru póstulínsvasar sem steyptir eru í mót sem listamaðurinn býr til, vasinn er því handgerður og hver og einn einstakur með sýnilegu handbragði listamannsins. Vasarnir eru framleiddir í takmörkuðu 10 stykkja upplagi og hver og einn vasi númeraður og áritaður af listamanninum sjálfum.

Mikið hlakkar mig til að kíkja við í Norr11 og skoða þessa fegurð – en verslunin er algjör perla í miðbænum svo falleg er hún.

Hulda Katarína Sveinsdóttir keramiklistamaður nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn og náttúruleg form bæði í handmótun og gifsmótun. Hulda útskrifaðist vorið 2021 af Keramikdeild frá Myndlistaskóla Reykjavíkur, samhliða námi og starfi hefur hún haldið einkasýningar sem og samsýningar á borð við Lyst á breytingum og Samtal sem fóru fram á HönnunarMars 2020 og 2021.

Hulda leggur mikla áherslu á gegnsæi í verki og vill upphefja handverkið:

“Ég laðast ekki að fullkomnun og held að markaðurinn hér heima sé nú þegar mettaður af ,,hinum fullkomna, fjöldaframleidda hlut’’ ég vil heldur leggja áherslu á handverkið og það sem gerir það sýnilegt líkt og sjáanlegar strokur eftir svampinn á póstulíninu og jafnvel partur af fingrafari ef viðkomandi viðskiptavinur er heppinn.” 

Falleg íslensk hönnun –

Eigið góða helgi kæru lesendur ♡

4 MÁNUÐIR SYKURLAUS & HVERNIG VIÐ TÓKUM ÚT ALLAN SYKUR

Skrifa Innlegg